Verkfæri og aðferðir við nýsköpun
Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur þátt í verkefni Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) um nýsköpun hjá hinu opinbera. Á vefsvæðinu Observatory of Public Sector Innovation (OPSI) er að finna lýsingar á hundruð nýsköpunaverkefna frá tugum ríkja auk þess sem mögulegt er að eiga samtal og samstarf á sérstökum umræðusvæðum.
Opinberum aðilum sem hafa áhuga á að deila reynslu af nýsköpunarverkefnum eða taka þátt í umræðum á þessum vettvangi er bent á að hafa samband við [email protected].
Stjórnvöld víða um heim hafa látið vinna fyrir sig ýmis konar handbækur og leiðbeiningar fyrir opinbera starfsmenn um nýsköpun sem geta nýst á ýmsum stigum nýsköpunarferlisins. Í nokkrum löndum hafa einnig verið settar á fót sérstakar stofnanir, svokallaðar nýsköpunarstofur (innovation labs) sem aðstoða opinbera aðila við skipulagningu og framkvæmd nýsköpunarverkefna. Þegar hefja á vinnu við nýsköpunarverkefni getur verið gagnlegt að kynna sér efni þeirra.
Sjá einnig:
Nýsköpunarstofur
Ýmis nýsköpunartól
Hönnun þjónustu
Opin stjórnsýsla og þátttaka almennings
Hönnun rafrænnar þjónustu
Endurnýting hugmynda
Opinber nýsköpun
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.