Áherslur í ríkisrekstri fyrir árið 2025
Áherslur og markmið í ríkisrekstri lúta að góðri þjónustu, sjálfbærum rekstri og öflugum mannauði. Í tengslum við áherslurnar standa stofnunum til boða ýmis verkefni, til að ná fram betri og hagkvæmari þjónustu.
Góð þjónusta
- Taki Stafræn skref í samvinnu við Stafrænt Ísland.
- Taki þátt í þjónustukönnun ríkisins til að meta gæði þjónustunnar.
- Skoði fjárfestingarframlag við endurnýjun eldri upplýsingatæknikerfa.
- Kynni sér ávinningsmat stafrænna ferla hjá Stafrænu Íslandi.
- Nýti skýjaþjónustur meðal annars í gegnum samning um skýjaþjónustu.
Öflugur mannauður
- Nýti námskeið Stafræna skólans til að efla stafræna færni starfsfólks.
- Taki þátt í stafrænni hæfnikönnun og nýti endurmenntunarsjóði til framþróunar mannauðs.
- Viðhafi stefnumiðaða mannauðsstjórnun og styðjist við mannauðstorg ríkisins.
- Hugi að samsetningu mannauðs með tilliti til fjölbreytileika og inngildingar m.a. með því að fjölga sveigjanlegum störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu.
- Útbúi starfsþróunaráætlun fyrir markvissa og stefnumiðaða þjálfun og fræðslu sem tekur mið af framtíðarþörfum stofnana.
Sjálfbær rekstur
- Öll störf séu auglýst óstaðbundin nema sérstakar aðstæður krefjist annars.
- Taki græn skref í ríkisrekstri og tryggi virka umhverfisstjórnun.
- Skoði möguleika á að nýta gervigreind í starfsemi til að auka framleiðni og bæta þjónustu.
- Auki þekkingu starfsfólks á innkaupum í gegnum innkaupaskólann.
- Skrái mannauðsgögn í miðlæg kerfi ríkisins, Oracle launakerfi og Vinnustund.
- Skoði aðgerðir til að bæta netöryggi í rekstri tölvu- og netkerfa stofnana og fylgist m.a. með tilkynningunnum CERT-IS netöryggissveitar íslenskra stjórnvalda.
- Tryggi öryggi gagna meðal annars út frá öryggisflokkun gagna ríkisins.
Sjá einnig:
Áherslur í ríkisresktri fyrir árið 2024 (PDF)
Áherslur í ríkisrekstri fyrir árið 2023 (PDF)
Skipulag og stjórnun ríkisstofnana
Síðast uppfært: 7.10.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.