Ferðavenjukönnun 2019
Ferðavenjukönnun samgönguráðs og SSH er umfangsmesta könnun á ferðavenjum Íslendinga sem gerð hefur verið. Hún var framkvæmd haustið 2019 en kynnt í mars 2020. Í fyrsta sinn nær ferðavenjukönnunin til alls landsins en sambærilegar kannanir hafa verið gerðar fjórum sinnum áður fyrir höfuðborgarsvæðið. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Samgöngustofa, Isavia og Vegagerðin stóðu að könnuninni fyrir hönd samgönguráðs ásamt Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH).
Í könnuninni voru ferðavenjur fólks mældar fyrir alla samgöngumáta og niðurstöður teknar saman fyrir landið allt, einstaka landshluta, sveitarfélög og hverfi þar sem það á við. Þar sem könnunin nær til alls landsins í fyrsta sinn er nú hægt að bera saman landshluta.
Netfundur um ferðavenjukönnun
Í myndbandi um ferðavenjukönnunina fjalla sérfræðingar og áhrifafólk um helstu niðurstöður könnunarinnar. Þátttakendur eru: Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður og formaður samgönguráðs, Dr. Haraldur Sigþórsson, samgönguverkfræðingur, Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH og Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar. Fyrirhugað var að þau tækju þátt í morgunverðarfundi um efnið en honum var aflýst.
Ferðum fólks fækkar jafnt og þétt
Könnunin staðfestir að daglegum ferðum fólks óháð ferðamátum fækkar jafnt og þétt. Þær voru 4,3 að meðaltali á höfuðborgarsvæðinu árið 2011 en mældust 3,8 nú. Á landsbyggðinni eru farnar 3,6 ferðir að meðaltali. Flestar ferðir voru farnar í Reykjavík og Kópavogi (3,9) en fæstar á Austurlandi (3,3). Meðal annarra áhugaverðra niðurstaðna var að konur (3,9) fara fleiri ferðir en karlar (3,6). Á hinn bóginn fara karlar mun fleiri ferðir (43,1) til höfuðborgarsvæðisins af landsbyggðinni en konur (33,9). Ef litið er til höfuðborgarsvæðisins sést að notkun hlutfall einkabíls minnkar um 2% en notkun almenningssamgangna hækkar í 5%, en það hlutfall hafði haldist nokkuð stöðugt í 4% í öllum fyrri könnunum frá 2002.
Gallup framkvæmdi könnunina í október og nóvember 2019 og byggði hún á 22.790 manna úrtaki. Svarhlutfall var 42,1% sem þykir góð niðurstaða fyrir jafn umfangsmikla könnun og stórt úrtak.
- Frétt um ferðavenjukönnun (dags. 19. mars 2020)
- Ferðavenjukönnun SSH 2017 (skýrslur á vef SSH)
Niðurstöður ferðavenjukönnunar (skýrslur)
Heildarskýrslur
Landshlutar
Reykjavík og Seltjarnarnes
Sjá einnig:
Samgönguáætlanir
Lög og reglugerðir
Öryggisáætlanir
Skýrslur
Fréttir
- InnviðaráðuneytiðNorrænir samgönguráðherrar ræddu loftslagsmál og orkuskipti tengd samgöngum30. 10. 2021
Samgönguáætlun
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.