Samgönguöryggi
Markmið um öryggi í samgöngum eru sett fram með aðgerðaáætlun í samgönguáætlun í því skyni að draga verulega úr líkum á alvarlegum slysum eða banaslysum. Í aðgerðaáætlunum eru sett fram mælanleg markmið í flugumferð, siglingum og umferðarmálum. Þær eru hluti af fjögurra ára samgönguáætlun og endurskoðaðar á tveggja ára fresti.
Lögð er áhersla á rannsóknir á slysum á öllum sviðum samgangna til að grafast fyrir um orsakir í því skyni að draga úr hættu á endurteknum slysum svo og á bætta skráningu slysa. Rannsóknirnar eru á sviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Umferð
Í umferðaröryggisáætlun er mörkuð stefna í umferðaröryggismálum á Íslandi. Framkvæmd áætlunarinnar er á forræði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis en ábyrgð verkefna liggur hjá ráðuneytinu ásamt Vegagerðinni, Samgöngustofu og Ríkislögreglustjóra.
- Umferðaröryggisáætlun 2024-2038 (pdf)
- Umferðaröryggisáætlun 2024-2038 (vefur)
- Umferðaröryggisáætlun 2020-2034
- Aðgerðaáætlun 2023
Flug
Í flugöryggisáætlun er mörkuð stefna í flugöryggismálum á Íslandi. Framkvæmd áætlunarinnar er á forræði samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis og ábyrgð verkefna er skilgreind í verkefnaáætlun. Þessi áætlun byggir á Flugöryggisáætlun Íslands (State Safety Program, SSP) sem tekur mið af flugöryggisáætlun Evrópu og staðla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar og hefur Samgöngustofa útfært hana og viðhaldið fyrir hönd ríkisins.
Siglingar
Í áætlun um öryggi sjófarenda er mörkuð stefna í öryggismálum sjófarenda á Íslandi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ber ábyrgð á áætluninni en Samgöngustofa fer með framkvæmd hennar. Fagráð um siglingamál, sem skipað er hagsmunaaðilum ásamt fulltrúum ráðuneytis, annast eftirlit með framgangi áætlunarinnar og stuðlar að samstarfi þeirra aðila sem málið varðar.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Öryggisáætlanir
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
Áhugavert
Stofnanir
Samgönguáætlun
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.