Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, standa sameiginlega að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040.
Samgöngusáttmálinn felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.
Styttri ferðatími, minni tafir, aukið umferðaröryggi, áhersla á að draga úr kolefnisspori, stórbættar almenningssamgöngur, fjölgun hjóla- og göngustíga og uppbygging stofnvega eru kjarninn í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var 21. ágúst 2024. Tímamót urðu þegar samgöngusáttmálinn var fyrst undirritaður 26. september 2019.
Raunhæf áætlun til 2040
Ráðist var í uppfærslu sáttmálans á síðasta ári vegna aukins umfangs og mikilla almennra kostnaðarhækkana. Kostnaðaráætlanir hafa verið endurskoðaðar með fenginni reynslu og mörg verkefni komin nær framkvæmdatíma. Gildistími sáttmálans hefur verið lengdur til ársins 2040 til að tryggja raunhæfan tímaramma fyrir undirbúning og fjármögnun.
Hagkvæmni og samfélagslegur ábati
Sjálfstæð greining á samfélagslegum ábata á verkefnum samgöngusáttmálans (Cowi 2024) bendir til verulegs ávinnings vegna styttri og áreiðanlegri ferðatíma og minni umferðartafa. Heildarfjárfesting samgöngusáttmálans nemur 311 milljörðum kr. Ábatinn er metinn 1.140 milljarðar kr. til 50 ára, innri vextir 9,2% og ábati sem hlutfall af kostnaði er um 3,5. Það þýðir að fyrir hverja krónu sem lögð er í verkefnið fær samfélagið þrjár krónur til baka.
Aukið valfrelsi í samgöngum er lykilatriði í greiningunni, m.a. þar sem fleiri eigi þess kost að nýta almenningssamgöngur með tilheyrandi minnkun umferðartafa og mengunar auk lægri rekstrarkostnaðar heimila.
Stofnvegir, almenningssamgöngur, hjóla- og göngustígar og snjallari umferðarstýring
Allar lykilframkvæmdir eru þær sömu og áður í samgöngusáttmálanum en breytingar eru gerðar á einstökum verkefnum.
Heildarfjárfesting á fyrsta tímabili í uppfærðum samgöngusáttmála, til ársins 2029, er að jafnaði rúmlega 14 ma. kr. á ári. Það samsvarar þriðjungi af árlegum samgöngufjárfestingum á fjárlögum. Á tímabilinu 2030-2040 er heildarfjárfesting að jafnaði 19 ma. kr. á ári. Heildarfjárfesting til ársins 2040 er áætluð 311 ma. kr.
Verkefni samgöngusáttmálans skiptast í fjóra meginflokka sem eru: Stofnvegir, Borgarlína og strætóleiðir, göngu- og hjólastígar og verkefni tengd umferðarstýringu, flæði og öryggi. Eftirfarandi er nánari lýsing á verkefnaflokkunum og hlutdeild í samgöngusáttmálanum:
- Stofnvegir – 42%. Ráðist verður í sex stór verkefni við stofnvegi á höfuðborgarsvæðinu til viðbótar við þau þrjú sem lokið er á vegum sáttmálans (stofnvegaverkefni á Suðurlandsvegi, Vesturlandsvegi og Reykjanesbraut).
- Borgarlína og strætóleiðir – 42%. Almenningssamgöngur verða stórbættar með uppbyggingu Borgarlínu í sex lotum. Þjónusta við íbúa verður stöðugt bætt með samþættu leiðaneti strætisvagna og Borgarlínu.
- Hjóla- og göngustígar – 13%. Hjóla- og göngustígum verður fjölgað og þeir bættir verulega í uppfærðum sáttmála, en lagðir verða um 80 km af nýjum stígum til viðbótar við 20 km sem þegar hafa verið lagðir á vegum sáttmálans.
- Umferðarstýring, umferðarflæði og öryggisaðgerðir – 3%. Fjárfest verður áfram í nýrri tækni og búnaði til að bæta umferðarflæði og -öryggi á stofnvegum
Um starf viðræðuhóps
Viðræðuhópur ríkis og sveitarfélaga hóf uppfærslu samgöngusáttmálans í mars 2023. Viðræðuhópnum var m.a. falið að uppfæra samgöngusáttmálann og framkvæmdaáætlun, vinna áhrifamat af verkefnasafni sáttmálans og gera drög að samningi um eflingu almenningssamgangna til að tryggja rekstur þeirra á höfuðborgarsvæðinu.
Viðræðuhópur ríkis og sveitarfélaga kallaði til fjölda aðila sem sóttu fundi hópsins auk þess sem haft var umfangsmikið samstarf við Betri samgöngur og Vegagerðina. Ragnhildur Hjaltadóttir, stjórnarformaður Betri samgangna, stýrði viðræðuhópnum.
- Greinargerð viðræðuhóps ríkis og sveiveitarfélaga a höfuðborgarsvæðinu um uppfærslu samgöngusáttmála (ágúst 2024)
- Viðauki við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins (21. ágúst 2024)
- Yfirlýsing með viðauka um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins (21. ágúst 2024)
- Framkvæmdatafla með uppfærðum samgöngusáttmála (21. ágúst 2024)
- Samkomulag um rekstur og stjórnskipulag almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu (21. ágúst 2024)
- Ábatagreining uppfærðs samgöngusáttmála (Cowi 2024)
- Frétt á vef Stjórnarráðsins um undirritun á uppfærðum samgöngusáttmála (21. ágúst 2024)
- Glærur af kynningarfundi um uppfærðan samgöngusáttmála (21. ágúst 2024)
Fylgiskjöl með uppfærðum samgöngusáttmála
- Minnisblað samþykkt á fundi forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra með bæjarstjórum sveitarfélaganna, borgarstjóra og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Samgöngusáttmáli – verkáætlun um uppfærslu forsenda og undirbúning viðauka (2023)
- Cowi/Mannvit. Capital Area Transport Pact Socioeconomic Analysis (2024)
- Minnisblað rýnihóps um úrbætur á stjórnkerfi samgöngusáttmála (2024)
- Minnisblað um Miklubraut í jarðgöng (2024)
- Betri samgöngur. Samgöngusáttmálinn. Mörkun og skilgreining framkvæmda (2024)
- Uppfærð rekstraráætlun almenningssamgangna: Nýtt leiðanet með Borgarlínu (2024)
- Forsendur rekstraráætlunar Nýs leiðanets (2024)
Markmið samkomulagsins eru að stuðla að auknum lífsgæðum á höfuðborgarsvæðinu með byggja upp skilvirkar, hagkvæmar, öruggar og umhverfisvæna samgönguinnviði. Markmiðin eru í fimm liðum:
- Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar. Að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Leita skal leiða til að dreifa umferðarálagi með markvissum hætti og bæta þannig nýtingu innviða.
- Kolefnishlutlaust samfélag. Að stuðla að því að ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda um sjálfbært, kolefnislaust borgarsamfélag með eflingu almenningssamgangna og deilihagkerfis í samgöngum og bættum innviðum fyrir aðra vistvæna samgöngumáta auk þess að hvetja til breyttra ferðavenja og orkuskipta.
- Aukið umferðaröryggi. Að stuðla að auknu umferðaröryggi með það að markmiði að draga stórlega úr umferðarslysum.
- Samvinna og skilvirk framkvæmd. Að tryggja skilvirka framkvæmd höfuðborgarpakkans og trausta umgjörð verkefnisins, m.a. með því að skilgreina samstarfsform, kostnaðarskiptingu, ábyrgð á tilteknum aðgerðum og fjármögnunarleiðir.
- Bætt lýðheilsa. Að stuðla að bættri lýðheilsu með aukinni hreyfingu íbúa og bættum loftgæðum m.a. með fjölbreyttari ferðamátum.
Stofnvegir
Ráðist verður í sex stór verkefni við stofnvegi á höfuðborgarsvæðinu til viðbótar þau þrjú sem lokið er.
- Reykjanesbraut: Gatnamót við Bústaðaveg
- Sæbrautarstokkur
- Miklubrautargöng
- Reykjanesbraut: Álftanesvegur – Lækjargata
- Garðabæjarstokkur
- Arnarnesvegur
Borgarlínan
Byggðir verða innviðir hágæða almenningssamgangna með Borgarlínu í sex lotum.
- Lota 1: Ártúnshöfði – Hlemmur – Hamraborg
- Lota 2: Hamraborg – Lindir
- Lota 3: Mjódd – BSÍ
- Lota 4: Fjörður – Miklabraut
- Lota 5: Ártún – Spöng
- Lota 6: Ártún – Háholt
Aukin þjónusta í samþættu leiðaneti strætisvagna og Borgarlínu fjármögnuð og rekin sameiginlega.
Hjóla- og göngustígar
- 80 km af nýjum hjóla- og göngustígum
Umfang hjóla- og göngustíga eykst til muna í uppfærðum samgöngusáttmála, lagðir verða um 80 km af nýjum hjóla- og göngustígum til viðbótar við 20 km sem þegar hafa verið lagðir. Alls verða því 100 km af nýjum stígum lagðir til ársins 2040.
Umferðarstýring, aukið umferðarflæði og öryggisaðgerðir
Auknar fjárfestingar í tækjabúnaði, stöðugum úrbótum og tækniþróun fyrir umferðarljósastýringar með áherslu á umferðarmestu gatnamót svæðisins auk smærri framkvæmda til að bæta umferðar- flæði og öryggi á stofnvegum.
Helstu breytingar
Stærstu breytingarnar á einstökum verkefnum frá fyrri samgöngusáttmála eru að Miklabraut verði lögð í um 2,8 km jarðgöng með tengigöngum við Kringlumýrarbraut í stað 1,8 km Miklubrautstokks og að Sæbraut verði lögð í stokk í stað fyrri áforma um ein mislæg gatnamót. Þá hafa ný gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar verið útfærð með frjálsu flæði bílaumferðar auk sérrýmis Borgarlínu til að tengja Mjódd við almenningssamgöngukerfið. Loks flytjast framkvæmdir við Suðurlandsveg milli Norðlingavaðs og Bæjarháls yfir á samgönguáætlun. Stöðugt mat er lagt á valkosti sem leiða til aukinnar hagkvæmni og umferðaröryggis.
Sameiginlegt félag um stórbættar almenningssamgöngur
Ríkið og sveitarfélögin undirrituðu samkomulag um samvinnu um rekstur og stjórnskipulag almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Samkomulagið felur í sér aukinn fjárstuðning ríkisins og virkari aðkomu að stjórnskipulagi. Ríkið mun bera þriðjung af rekstrarkostnaði að frádregnum farþegatekjum á móti sveitarfélögunum. Þá mun ríkið veita framlög til orkuskipta í almenningssamgöngum.
Samkomulagið felur í sér að sveitarfélögin og ríkið stofni sameiginlegt félag sem beri ábyrgð á skipulagi og rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Rekstur nýja félagsins mun taka hvort tveggja til hefðbundinna strætisvagnaleiða og Borgarlínu. Stefnt er að því að félagið taki til starfa um næstu áramót.
Þjónusta almenningssamgangna verður efld verulega þangað til nýtt leiðanet kemur að fullu til framkvæmda með Borgarlínunni. Með nýju leiðaneti og Borgarlínu er stefnt að því að sjö af hverjum tíu íbúum verði í göngufjarlægð (400 m frá stoppistöð) frá hágæða almenningssamgöngum sem ganga á sjö-tíu mínútna fresti. Bættar almenningssamgöngur eru lykill að því að bæta lífsgæði íbúa og minnka samgöngukostnað þeirra, bæta flæði umferðar og draga úr mengun.
Aukið framlag í fjármálaáætlun
Skipting fjármögnunar milli ríkis og sveitarfélag verður hin sama og áður, þ.e. sveitarfélög með 12,5% og ríkið 87,5%.
Beint framlag ríkisins í samgöngusáttmálann verður 2,8 ma.kr. á ári frá 2024 til og með ársins 2040. Auk þess er gert ráð fyrir árlegu viðbótarframlagi að fjárhæð 4 ma. kr. í nýsamþykktri fjármálaáætlun ríkisins frá 2025 til og með 2029. Þá er gert ráð fyrir auknum ábata af þróun og sölu Keldnalands sem ríkið lagði inn í verkefnið við undirritun samgöngusáttmálans 2019.
Beint framlag sveitarfélaganna verður 1,4 ma.kr. á ári frá 2024 til og með ársins 2040. Auk þess mun árlegt viðbótarframlag að fjárhæð 555 miljónir kr. bætast við bein framlög sveitarfélaganna frá og með 2025. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skipta með sér kostnaði á hverju ári miðað við hlutfallslegan íbúafjölda 1. desember árið á undan.
Frá og með árinu 2030 er gert er ráð fyrir tekjum af umferð eða annarri fjármögnun ríkisins. Stjórnvöld vinna að nýrri nálgun á fjármögnun vegakerfisins sem innleidd verður í skrefum á næstu árum. Stefnt er að því að laga fjármögnunarkerfið að orkuskiptum og minnkandi notkun jarðefnaeldsneytis, þar sem gjaldtaka miðast við notkun í stað sértækra gjalda á borð við olíu- og bensíngjöld. Fyrstu skrefin hafa þegar verið tekin með upptöku kílómetragjalds á rafmagnsbíla, sem áður greiddu afar takmarkað fyrir notkun vegakerfisins.
Aðilar að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru ríkið annars vegar og hins vegar Reykjavíkurborg, Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Kópavogsbær, Mosfellsbær og Seltjarnanesbær. Nú hefur verið sá samgöngusáttmáli sem sömu aðilar gerðu í september 2019 verið uppfærður.
Markmið samkomulagsins eru að stuðla að auknum lífsgæðum á höfuðborgarsvæðinu með byggja upp skilvirkar, hagkvæmar, öruggar og umhverfisvæna samgönguinnviði. Markmiðin eru í fimm liðum:
- Greiðari samgöngur og fjölbreyttir ferðamátar. Að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Leita skal leiða til að dreifa umferðarálagi með markvissum hætti og bæta þannig nýtingu innviða.
- Kolefnishlutlaust samfélag. Að stuðla að því að ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda um sjálfbært, kolefnislaust borgarsamfélag með eflingu almenningssamgangna og deilihagkerfis í samgöngum og bættum innviðum fyrir aðra vistvæna samgöngumáta auk þess að hvetja til breyttra ferðavenja og orkuskipta.
- Aukið umferðaröryggi. Að stuðla að auknu umferðaröryggi með það að markmiði að draga stórlega úr umferðarslysum.
- Samvinna og skilvirk framkvæmd. Að tryggja skilvirka framkvæmd höfuðborgarpakkans og trausta umgjörð verkefnisins, m.a. með því að skilgreina samstarfsform, kostnaðarskiptingu, ábyrgð á tilteknum aðgerðum og fjármögnunarleiðir.
- Bætt lýðheilsa. Að stuðla að bættri lýðheilsu með aukinni hreyfingu íbúa og bættum loftgæðum m.a. með fjölbreyttari ferðamátum.
Þá er samgöngusáttmálanum ætlað að tryggja hagkvæma uppbyggingu samgönguinnviða, íbúum, atvinnulífi og gestum höfuðborgarsvæðisins til hagsbóta. Stöðugt mat verður lagt á valkosti sem leiða til hagkvæmari lausna, aukins umferðaröryggis og annarra þátta.
Unnið verður áfram af krafti við uppbyggingu fjölbreyttra samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Allar lykilframkvæmdir eru þær sömu og áður í samgöngusáttmálanum en breytingar gerðar á stökum verkefnum.
Heildarfjárfesting á fyrsta tímabili í uppfærðum samgöngusáttmála, sem nær m.a. til tímabils næstu fjármálaáætlunar, er að jafnaði rúmlega 14 ma. kr. á ári. Á tímabilinu 2030-2040 er heildarfjárfesting að jafnaði 19 ma. kr. á ári. Í verkefnatöflu sem lögð er fram með uppfærðum sáttmála er heildarfjárfesting til ársins 2040 áætluð 311 ma. kr.
Verkefni samgöngusáttmálans skiptast í fjóra meginflokka sem eru: Stofnvegir, Borgarlína og strætóleiðir, göngu- og hjólastígar og verkefni tengd umferðarstýringu, flæði og öryggi. Eftirfarandi er nánari lýsing á verkefnaflokkunum og hlutdeild í samgöngusáttmálanum:
- Stofnvegir – 42%. Ráðist verður í sex stór verkefni við stofnvegi á höfuðborgarsvæðinu til viðbótar við þau þrjú sem lokið er á vegum sáttmálans (stofnvegaverkefni á Suðurlandsveg, Vesturlandsvegi og Reykjanesbraut).
- Borgarlína og strætóleiðir – 42%. Almenningssamgöngur verða stórbættar með uppbyggingu Borgarlínu í sex lotum. Þjónusta við íbúa verður stöðugt bætt með samþættu leiðaneti strætisvagna og Borgarlínu.
- Hjóla- og göngustígar – 13%. Hjóla- og göngustígum verður fjölgað og þeir bættir verulega í uppfærðum sáttmála, en lagðir verða um 80 km af nýjum stígum til viðbótar við 20 km sem þegar hafa verið lagðir á vegum sáttmálans.
- Umferðarstýring, umferðarflæði og öryggisaðgerðir – 3%. Fjárfest verður áfram í nýrri tækni og búnaði til að bæta umferðarflæði og -öryggi á stofnvegum.
Sjálfstæð greining var gerð á samfélagslegum ábata á verkefnum samgöngusáttmálans samhliða uppfærslu hans (félagshagfræðileg greining Cowi 2024). Greiningin leiðir í ljós umtalsverðan ávinning til íbúa, einkum vegna styttri og áreiðanlegri ferðatíma og minni tafa í umferðinni. Heildarfjárfesting samgöngusáttmálans nemur 311 milljörðum kr. Ábatinn er metinn 1.140 milljarðar kr. til 50 ára, innri vextir 9,2% og ábati sem hlutfall af kostnaði er um 3,5. Ábati fjárfestinga er því metinn þrefalt meiri en kostnaður. Það þýðir að fyrir hverja krónu sem lögð er í verkefnið fær samfélagið þrjár krónur til baka. Ábatinn skilar sér að langmestu leyti í formi styttri ferðatíma og minni tafa vegfarenda í bílaumferð og almenningssamgöngum. Félagshagfræðileg greining af þessu tagi er viðurkennd og alþjóðleg hugmyndafræði.
Beint framlag ríkisins í samgöngusáttmálann verður 2,8 ma.kr. á ári frá 2024 til og með ársins 2040. Auk þess er gert ráð fyrir árlegu viðbótarframlagi að fjárhæð 4 ma.kr. í nýsamþykktri fjármálaáætlun ríkisins frá 2025 til og með 2029. Þá er gert ráð fyrir auknum ábata af þróun og sölu Keldnalands sem ríkið lagði inn í verkefnið við undirritun samgöngusáttmálans 2019.
Beint framlag sveitarfélaganna verður 1,4 ma.kr. á ári frá 2024 til og með ársins 2040. Auk þess mun árlegt viðbótarframlag að fjárhæð 555 miljónir kr. bætast við bein framlög sveitarfélagana frá og með 2025. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skipta með sér kostnaði á hverju ári miðað við hlutfallslegan íbúafjölda 1. desember árið á undan.
Frá og með árinu 2030 er gert er ráð fyrir tekjum af umferð eða annarri fjármögnun ríkisins. Stjórnvöld vinna að nýrri nálgun á fjármögnun vegakerfisins sem innleidd verður í skrefum á næstu árum. Stefnt er að því að laga fjármögnunarkerfið að orkuskiptum og minnkandi notkun jarðefnaeldsneytis, þar sem gjaldtaka miðast við notkun í stað sértækra gjalda á borð við olíu- og bensíngjöld. Fyrstu skrefin hafa þegar verið tekin með upptöku kílómetragjalds á rafmagnsbíla, sem áður greiddu afar takmarkað fyrir notkun vegakerfisins.
Skipting fjármögnunar milli ríkis og sveitarfélag verður hin sama og áður, þ.e. sveitarfélög 12,5% og ríkið 87,5%.
Gert er ráð fyrir tekjum af umferð eða annarri fjármögnun ríkisins vegna samgöngusáttmálans. Einnig var gert ráð fyrir tekjum af þessu tagi við undirritun samgöngusáttmálans árið 2019. Verði af innheimtu flýti- og umferðargjalda yrði það af umferð á svæðum og tímum þegar umferð er mest. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um útfærslu slíkra gjalda.
Stjórnvöld vinna að nýrri nálgun á fjármögnun vegakerfisins sem innleidd verður í skrefum á næstu árum. Stefnt er að því að laga fjármögnunarkerfið að orkuskiptum og minnkandi notkun jarðefnaeldsneytis. Fyrstu skrefin hafa þegar verið tekin með upptöku kílómetragjalds í stað olíu- og bensíngjalda. Unnið er að heildstæðri framtíðarsýn sem miðar að því að samræma alla fjármögnun og gjaldtöku vegakerfisins í einu kerfi og gera hana óháða orkugjöfum. Markmiðið er sjálfbært kerfi sem tryggi fjármögnun sem geti staðið undir nauðsynlegu viðhaldi og uppbyggingu vegakerfisins til framtíðar.
Verkefnastofa sem starfar í tengslum við stýrihóp á vegum þriggja ráðuneyta, fjármála- og efnahagsráðuneytis, innviðaráðuneytis og forsætisráðuneytis, hefur unnið að ýmsum úrlausnarefnum og undirbúningi í þessu verkefni.
- Nánari upplýsingar um nýja nálgun stjórnvalda við fjármögnun vegakerfisins á vefnum Vegir okkar allra
Samgöngusáttmálinn er umfangsmikill og gerður til langs tíma. Ákveðið var að ráðast í uppfærslu sáttmálans í fyrra vegna aukins umfangs, breytinga á einstökum verkefnum og mikilla kostnaðarhækkana við framkvæmdir. Kostnaðaráætlanir hafa einnig verið endurskoðaðar með fenginni reynslu. Verkefni samgöngusáttmálans eru umfangsmikil sem verða endurskoðuð reglulega. Gæta þarf að fjárfestinga- og framkvæmdagetu hverju sinni til að allt gangi upp. Þá verður stöðugt mat lagt á valkosti sem leiða til hagkvæmari lausna, aukins umferðaröryggis og annarra mikilvægra þátta.
Almennar verðlagshækkanir skýra kostnaðaraukningu að stórum hluta. Verðlag hefur hækkað og vísitala vegaframkvæmda um 40% frá undirritun 2019 til marsmánaðar 2024. Þetta á við um samgönguframkvæmdir um allt land.
Einnig hafa tækni- og umhverfiskröfur aukist frá upphaflegri verkáætlun samgöngusáttmálans. Eldri tillögur byggðust á forsendum og hönnunarstöðlum sem eru breyttar í dag. Eins hafa verið gerðar breytingar vegna umhverfismats. Loks hefur umfang verkefna aukist og breytingar orðið á stökum verkefnum, t.d. að Miklubraut fari í jarðgöng í stað stokks en eins var kostnaður við Sæbrautarstokk ekki með í sáttmálanum sem undirritaður var árið 2019.
Í Samgöngusáttmálanum 2019 var tilgreint fjármagn fyrir ein mislæg gatnamót Sæbrautar við Kleppsmýrarveg/Skeiðarvog. Samkvæmt uppfærðum sáttmála verður lagður 850 metra langur stokkur með mislægum gatnamótum við áðurnefnd gatnamót. Margar leiðir Borgarlínu munu þvera suðurenda stokksins við nýja Borgarlínustöð sem kallast mun Vogastöð.
Fjárfest hefur verið fyrir 1,6 ma. kr. í tækjabúnaði, úrbótum og tækniþróun fyrir umferðarljósastýringar og aðrar smærri framkvæmdir til að bæta umferðarflæði og umferðaröryggi fyrir almenna umferð og almenningssamgöngur á stofnvegum. Samstarfshópur Vegagerðarinnar og SSH lagði árið 2021 fram aðgerðaáætlun í ljósastýringarmálum á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli ítarlegrar úttektar erlendra sérfræðinga.
Árið 2021 var gerð úttekt á öllum umferðarljósum höfuðborgarsvæðisins með tilliti til ástands og aldurs. Fyrir liggur yfirlit yfir hvar helst er þörf á að endurnýja ljós eða annan tæknibúnað ásamt greiningu á því við hvaða ljós verða helst tafir á annatímum. Í kjölfarið hefur verið, og er áfram, unnið að ítarlegri ástandsgreiningu og uppfærslu stýringa á hverjum stað fyrir sig með það að markmiði að tryggja umferðaröryggi, lágmarka mengun og bæta flæði.
Ríkið og sveitarfélögin hafa undirritað samkomulag um samvinnu um rekstur og stjórnskipulag almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Samkomulagið felur í sér aukinn fjárstuðning ríkisins og virkari aðkomu að stjórnskipulagi. Ríkið mun bera þriðjung af rekstrarkostnaði að frádregnum farþegatekjum á móti sveitarfélögunum. Þá mun ríkið veita framlög til orkuskipta í almenningssamgöngum.
Samkomulagið felur einnig í sér að stofnað verði sameiginlegt félag sem beri ábyrgð á skipulagi og rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Rekstur nýja félagsins mun taka hvort tveggja til hefðbundinna strætisvagnaleiða og Borgarlínu. Stefnt er að því að félagið taki til starfa um næstu áramót.
Stýrihópur verður settur á fót til að undirbúa stofnun félagsins. Innviðaráðherra tilnefnir einn í hópinn, fjármála- og efnahagsráðherra einn, forsætisráðherra einn og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þrjá. Undirbúningsvinnu á að ljúka fyrir 15. október 2024 og ákvarðanir á grundvelli hennar skulu liggja fyrir eigi síðar en 1. nóvember 2024.
Ferðum hjólandi hefur fjölgað samkvæmt ferðavenjukönnunum og talningum. Sama má segja um notkun almenningssamgangna. Árið 2023 var metár hjá Strætó með nærri 12,7 milljón innstig (fjöldi skipta sem gengið er inn í almenningsvagn). Fyrstu fimm mánuði 2024 voru samtals 5,5 milljón innstig í Strætó.
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um nærri 21.000 frá haustinu 2019 þegar Samgöngusáttmálinn var undirritaður. Á sama tíma hefur bílum fjölgað um nærri 16.000 sem eru um 63 bílar á viku sem bætast við umferðina. Það verða að vera aðrir valkostir en einkabílinn í boði ef við ætlum ekki stórauka tafir í umferð með tilheyrandi skaðlegum afleiðingum. Samkvæmt félagshagfræðilegri greiningu skila fjárfestingar í innviði fyrir almenningssamgöngur og hjólandi sér ríkulega til baka.
Með nýju leiðaneti og Borgarlínu er stefnt að því að sjö af hverjum tíu íbúum verða í göngufjarlægð (400 m frá stoppistöð) frá hágæða almenningssamgöngum/borgarlínu sem ganga á tíu mínútna fresti.
Stofnvegaverkefni
- Vesturlandsvegur: Skarhólabraut – Hafravatnsvegur, verklok 2022
- Reykjanesbraut: Kaldárselsvegur – Krísuvíkurvegur, verklok 2021
- Suðurlandsvegur: Bæjarháls – Vesturlandsvegur, verklok 2021
- Arnarnesvegur: Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut, hófst 2023 og lýkur 2026.
Borgarlínan
- Ítarlegt undirbúningsferli fyrstu lotu er langt komið og undirbúningur á tveimur öðrum lotum í fullum gangi.
- Framkvæmdir vegna fyrstu lotu Borgarlínunnar hefjast á árinu.
- Framkvæmdaútboð vegna Fossvogsbrúar á næstunni.
- Heildstætt leiðanet Borgarlínu og strætisvagnaleiða með stóraukinni þjónustu fyrir höfuðborgarsvæðið liggur fyrir.
Hjóla- og göngustígar
- Búið er að byggja og undirbúa tæpa 20 km. af hjóla og göngustígum, fjórar brýr og fimm undirgöng frá 2019.
- Hjólastíganet fyrir samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið skilgreint og í sáttmálanum er gert ráð fyrir alls um 100 km af nýjum hjólastígum.
Umferðarstýring, aukið umferðarflæði og öryggisaðgerðir
- Fjárfest hefur verið 1,6 ma. kr. í tækjabúnað, úrbætur og tækniþróun fyrir umferðarljósastýringar og aðrar smærri framkvæmdir til að bæta umferðarflæði og umferðaröryggi fyrir almenna umferð og almenningssamgöngur á stofnvegum.
- Dæmi um verkefni síðustu ára eru lenging beygjuvasa og aðrar breytingar á gatnamótum Reykjanesbrautar við Bústaðaveg og Kleppsmýrarveg / Skeiðarvog, umferðarljósastýringar á Reykjanesbraut, Hringbraut og Eiðsgranda og nýjar biðstöðvar fyrir almenningssamgöngur á Kringlumýrarbraut í Fossvogi.
- Samstarfshópur Vegagerðarinnar og SSH lagði árið 2021 fram aðgerðaáætlun í ljósastýringarmálum á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli ítarlegrar úttektar erlendra sérfræðinga.
- Árið 2021 var gerð úttekt á öllum umferðarljósum höfuðborgarsvæðisins með tilliti til ástands og aldurs. Fyrir liggur yfirlit yfir hvar helst er þörf á að endurnýja ljós eða annan tæknibúnað ásamt greiningu á því við hvaða ljós verða helst tafir á annatímum.
- Í kjölfarið hefur verið, og er áfram, unnið að ítarlegri ástandsgreiningu og uppfærslu stýringa á hverjum stað fyrir sig með það að markmiði að tryggja umferðaröryggi, lágmarka mengun og bæta flæði.
Ákveðið var að efna til hönnunarsamkeppni við hönnun brúarinnar þar sem hún mun vera sýnileg stórum hluta íbúa höfuðborgarsvæðisins og nýtt af þúsundum hjólandi og gangandi auk þeirra sem ferðast munu með Borgarlínu yfir brúna. Fossvogsbrú tilbúin í útboð, gerð fyllinga undir brúna að hefjast auk áframhaldandi uppbyggingar hjóla- og göngustíga.
Umhverfismatsferli í stórum verkefnum að ljúka og niðurstöður kynntar í haust. Gert er ráð fyrir að brúin verði opnuð árið 2028.
Samkvæmt samanburði við aðrar brýr sem unnið hefur verið að hér á landi er kostnaður við Fossvogsbrú sambærilegur við nokkrar brýr sem eru í undirbúningi eða hafa nýverið verið opnaðar. Má þar nefna brýr yfir Hornafjarðarfljót, Þorskafjörð, Kvía og Hverfisfljót.
Nei, en samgönguinnviðir samkvæmt sáttmálanum leggja grunn að betri tengingu höfuðborgarsvæðisins við landsbyggðina með Sundabraut.
Lögð hefur verið mikil vinna í uppfærslu samgöngusáttmálans af hálfu viðræðunefndar ríkis og sveitarfélaganna sex. Allar kostnaðaráætlanir hafa nú verið endurskoðaðar og verkefni komin nær framkvæmdastigi. Framkvæmdir sem eru næst í tíma eru háðar minni óvissu og hafa farið í gegnum for- og verkhönnunarferli. Framkvæmdir lengra fram í tímann eru meiri óvissu háðar og fara í ítarlegra greiningarferli.
Ekki má gleyma því að í stórum samgönguframkvæmdum fer fram mjög mikil vinna áður en hún birtist almenningi. Fram að því unnið að því að gera áætlanir, teikna, hanna, greina, gera umhverfismat og þess háttar.
Stofnvegir
- Vesturlandsvegur: Skarhólabraut - Hafravatnsvegar. Verklok 2022
- Reykjanesbraut: Kaldárselsvegur - Krísuvíkurvegur. Verklok 2021
- Suðurlandsvegur: Bæjarháls - Vesturlandsvegur. Verklok 2021
- Arnarnesvegur: Rjúpnavegur - Breiðholtsbraut. Hófst 2023 og lýkur 2026
Borgarlínan
Ítarlegt undirbúningsferli langt komið
Framkvæmdir vegna fyrstu lotu Borgarlínunnar hefjast á árinu.
Framkvæmdaútboð vegna Fossvogsbrúar á árinu.
Heilstætt leiðarnet Borgarlínu og strætisvagnaleiða með stóraukinni þjónustu fyrir höfuðborgarsvæðið liggur fyrir.
Hjóla og göngustígar
Búið að leggja og undirbúa tæpa 20 km. af hjóla- og göngustígum frá árinu 2019.
Þrenn undirgöng og tvær brýr fyrir gangandi og hjólandi byggðar frá 2019.
Hjólastíganet fyrir höfuðborgarsvæðið skilgreint.
Umferðastýring, flæði og öryggi
Fjárfest hefur verið í 1,6 ma.kr. í tækjabúnaði, úrbæur og tækniþróun fyrir umferðarljósastýringar og aðrar smærri framkvæmdir til að bæta umferðarflæði og umferðaöryggi fyrir almenna umferð og almennningssamgöngur á stofnvegum.
Ítarleg og óháð úttkt á tækni, rekstri og þróun uferðarljósastýringa árið 2020.
Aðgerðaáætlun um úrbætur og ástandsgreining á öllum umferðaljósum höfuðborgarsvæðisins árið 2021.
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Sáttmáli frá 2019 um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu
Árið 2019 undirrituðu ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Fréttir
- Forsætisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, InnviðaráðuneytiðRíkið og sex sveitarfélög gera samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála21. ágúst 2024
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.