Hoppa yfir valmynd

Mótum sjálfbæra framtíð

Samtal við forsætisráðherra um Sjálfbært Ísland

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð í apríl og maí til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á fundunum var fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara vegna vinnu við mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun.

Alls voru haldnir sjö fundir víðs vegar um landið auk sérstaks fjarfundar fyrir allt landið.

Upptaka af fjarfundi um sjálfbært Ísland

 

Upptaka af erindum á fundi um sjálfbært Ísland á Akureyri

 

 

Dagskrá

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Opnunarávarp.

Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun hjá HÍ.

Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi Sjálfbærs Íslands.

Umræður

Fundargestum er skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni og mun forsætisráðherra taka þátt í umræðuhópunum.  

Boðið verður upp á hressingu á fundunum.

Aðrir ræðumenn:

Akureyri: Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor emeritus.

Kópavogur: Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri.

Borgarnes: Stefán Gíslason, stofnandi og eigandi Environice. 

Selfoss: Tómas Möller, formaður Festu og yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.  

Höfn: Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Hornafirði. 

Egilsstaðir: Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallomsstaðaskóla.

Ísafjörður: Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur.

Fjarfundur: Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu.

Fundarstjórar:

Akureyri: Sigurður L. Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs. 

Kópavogur: Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri. 

Borgarnes: Margrét Njarðvík, rektors háskólans á Bifröst. 

Selfoss: Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. 

Höfn: Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri. 

Egilsstaðir: Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. 

Ísafjörður: Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi.

Fjarfundur: Elín Hirst.

 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta