Hoppa yfir valmynd

Hvað er velsældarhagkerfi?

Velsældarhagkerfi er notað til að lýsa sýn sem er frábrugðin hinni hefðbundu nálgun á hagkerfið út frá eingöngu efnahagslegum mælingum. Þess í stað eru velsæld og lífsgæði metin út frá fjölmörgum félagslegum og umhverfislegum þáttum jafnt sem efnahagslegum. Velsældarhagkerfi er því efnahagskerfi þar sem leitast er við að forgangsraða í þágu velferðar og lífsgæða almennings á breiðum grunni.

Í velsældarhagkerfi hafa skýr markmið um hagsæld og lífsgæði almennings áhrif á áherslur og forgangsröðun stjórnvalda við ákvarðanatöku og áætlanagerð. Teknar eru saman mælingar á mismunandi þáttum velsældar í víðum skilningi sem lagðar eru til grundvallar við stefnumótun stjórnvalda. Takmarkið er að ráðstafanir í ríkisfjármálum styðji við markmið stjórnvalda um bætt lífsgæði fólks. Mælikvarðar eru jafnframt nýttir til að meta langtímaáhrif af ákvörðunum stjórnvalda við fjárlagagerð. 

Dæmi um mælikvarða í fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 eru mælingar á hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum og gerir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið grein fyrir stöðu og áætlaðri þróun á gildistíma áætlunarinnar. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er svo gerð grein fyrir aðgerðum sem stuðla að því að settu markmiði verði náð og breytingum á fjármagni til þeirra. Þannig er lagt upp með að nýjar útgjaldaráðstafanir styðji við sett markmið og tengingar þar á milli gerðar sýnilegar og árangri fylgt eftir.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta