Velsældarvísar
Ríkisstjórn Ísland hefur á undanförnum árum sett áherslur um aukna hagsæld og lífsgæði almennings í forgang við stefnumótun. Árið 2019 voru skilgreindir 39 mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði, oft nefndir velsældarvísar, sem mæla félagslega, umhverfislega og efnahagslega þætti. Ákvörðun um val á mælikvörðum byggði m.a. á könnun á vegum nefndar forsætisráðherra þar sem þátttakendur voru beðnir um að raða þáttum sem snúa að hagsæld og lífsgæðum í mikilvægisröð.
Mælikvarðarnir eru nú 40 talsins. Þeir taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, byggja á opinberum hagtölum og eru samanburðarhæfir við önnur lönd.
Hagstofa Íslands heldur utan um vísasafnið og uppfærir reglulega.
Mælikvarðarnir eru í þremur flokkum og þrettán undirflokkum:
Samfélag
Heilsa
- Lífslíkur
- Andleg heilsa
- Neitar sér um læknisþjónustu
Menntun
- Menntunarstig
- Brotthvarf af framhaldsskólastigi
- Símenntun
Félagsauður
- Traust til samborgara
- Kosningaþátttaka
- Traust til stjórnmálakerfis
- Stuðningur annarra
- Þátttaka í skipulögðu félagsstarfi
Öryggi
- Eignaspjöll
- Heimilisofbeldi
- Öryggi í nærumhverfi
Jafnvægi vinnu og einkalífs
- Löng vinnuvika
- Óhefðbundinn vinnutími
- Tvö störf eða fleiri
Efnahagur
Hagkerfið
- Kaupmáttur
- Skuldastaða heimila
- Skuldastaða hins opinbera, heimila og fyrirtækja
- Þróun verðlags
- Hagvöxtur
Atvinna
- Atvinnuleysi
- Stundar ekki nám, atvinnu eða starfsþjálfun
- Atvinnuþátttaka
- Starfsánægja
Húsnæði
- Lélegt ástand húsnæðis
- Íþyngjandi byrði húsnæðiskostnaðar
Tekjur
- Skortur á efnislegum gæðum
- Ójöfnuður tekna
- Lágtekjuhlutfall
- Viðvarandi lágar tekjur
Umhverfi
Loftgæði
- Losun gróðurhúsalofttegunda
- Svifryk
Land
- Árangur í landgræðslu
- Náttúruverndarsvæði
Orka
- Endurnýjanleg orka
Úrgangur og endurvinnsla
- Endurvinnsla úrgangs
- Magn heimilissorps
Velsæld
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.