Hoppa yfir valmynd

Stjórnarskrárnefnd 2013-2017

Stjórnarskrárnefnd var skipuð af forsætisráðherra 6. nóvember 2013, í samræmi við samkomulag allra þingflokka. Í nefndinni sátu fulltrúar tilnefndir af þeim stjórnmálaflokkum sem sæti áttu á Alþingi, nánar tiltekið fjórir fulltrúar tilnefndir af ríkisstjórnarflokkum og fjórir af stjórnarandstöðu. Formaður var skipaður án tilnefningar. 

Stjórnarskrárnefndina skipuðu: 

  • Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, formaður 
  • Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Pírötum 
  • Birgir Ármannsson, alþingismaður, tilnefndur af Sjálfstæðisflokki 
  • Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af Framsóknarflokki
  • Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra, tilnefndur af Framsóknarflokki
  • Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður, tilnefnd af Vinstrihreyfingunni - grænu framboði  
  • Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður, tilnefnd af Samfylkingu 
  • Róbert Marshall, alþingismaður, tilnefndur af Bjartri framtíð 
  • Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, tilnefnd af Sjálfstæðisflokki 

Í nefndinni sátu einnig:

  • Skúli Magnússon, héraðsdómari, tilnefndur af Framsóknarflokki, 6.11.2013 - 9.10.2014
  • Sigurður Líndal, prófessor emeritus, formaður 6.11.2013 - 26.9.2014
  • Freyja Haraldsdóttir, tilnefnd af Bjartri framtíð, 6.11.2013 - 24.3.2014
  • Páll Valur Björnsson, alþingismaður, tilnefndur af Bjartri framtíð, 25.3.2015 - 4.11.2014
  • Valgerður Björk Pálsdóttir, framkvæmdastjóri, tilnefnd af Bjartri framtíð, 22.12.2015 -  9.6.2016 

Nefndin átti að hafa hliðsjón af vinnu undanfarinna ára, m.a. tillögum stjórnlagaráðs og stjórnlaganefndar, niðurstöðum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og starfi þeirrar stjórnarskrárnefndar sem starfaði 2005-2007. Þá var ætlunin að nýlegar stjórnarskrárbreytingar í nágrannalöndum verði einnig hafðar til hliðsjónar, sem og önnur þróun í stjórnarskrármálum á alþjóðavettvangi. Gera átti stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis grein fyrir framvindu nefndarstarfsins. Stefnt var að því að vinnu nefndarinnar lyki tímanlega svo að hægt yrði að samþykkja frumvarp til breytinga á stjórnarskránni á yfirstandandi kjörtímabili en unnt yrði að áfangaskipta vinnunni eftir því sem henta þætti.

Stjórnarskrárvinnu 2013-2017 lauk með frumvarpi sem forsætisráðherra lagði fram á Alþingi. Frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta