Hoppa yfir valmynd
16. ágúst 2005 Erindi til stjórnarskrárnefndar 2005-2007

Erindi frá Siðmennt

SIÐMENNT Félag siðrænna húmanista á Íslandi

Reykjavík 16. ágúst 2005

Stjórnarskránefnd

EFNI: Breyting á 63. grein stjórnarskrá Íslands

Á ráðstefnu stjórnarskránefndar í júní síðastliðin upplýsti fulltrúi Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, að félagið hafi leitað álits lögfræðings um stöðu félagsins vegna synjunar Dómsmálaráðuneytisins á umsókn félagsins um skráningu sem lífsskoðunarfélag.

Í áliti lögfræðings félagsins er bent á mismunun sem felst í umræddum lögum nr. 108/1999 og eru þær athugasemdir ekki efni þessa bréfs, enda slíkt á valdi Alþingis, heldur aðrar hlutar álits lögfræðingsins er snúa að ágalla í 63. grein stjórnarskrárinnar.

Lögfræðingurinn bendir á að ekki sé þess gætt, í 63. grein stjórnarskrárinnar, að jafnræðis sé gætt milli mismunandi lífsskoðana. Lögfræðingurinn telur að einungis sé gætt réttar trúarlegra lífsskoðana en réttindi annar lífsskoðana, þar með talið réttindi húmanista, séu fyrir borð borin og segir m.a. í álitsgerðinni:

Vernd íslensku stjórnarskrárinnar er samkvæmt því í raun lakari en vernd mannréttindasáttmálanna og er beinlínis kveðið á um mismunandi meðferð trúarlegra lífsskoðana og annarra lífsskoðana í henni. Það er álit undirritaðrar að það veki áleitnar spurningar um þörf á endurskoðun á 63. gr. stjórnarskrárinnar og hvort ekki sé rétt að svara kalli Sameinuðu þjóðanna um að ríki heims tryggi að stjórnskipun þeirra og lög veiti virka og jafna vernd hugsana-, samvisku-, trúar- og sannfæringarfrelsis.

Í álitinu er þess getið að Sameinuðu þjóðirnar hafi veitt almenna umsögn um 18. gr. Alþjóðasamningsins um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi sem aftur er sambærileg við 9. gr. Mannréttindasamþykktar Evrópu.  Í umsögn sinni benda SÞ á að varast beri hverskonar mismunun á grundvelli þess hvort sannfæring eða lífsskoðun sé trúarlegs eðlis eða ekki.  Að mati stjórnar Siðmenntar er hér um alvarlega mismunun að ræða og leitar því félagið til stjórnarskránefndar með erindi sitt.

Stjórn Siðmenntar fer formlega fram á að stjórnarskránefnd endurskoði 63. grein stjórnarskrárinnar með hliðsjón af álitsgerð lögfræðings félagsins.

F. h. stjórnar Siðmenntar

 

--------------------------------------
Hope Knútsson
Formaður
[email protected]
www.sidmennt.is

Meðfylgjandi eru eftirtalin gögn:
1. Álit lögfræðings Siðmenntar dagsett 09/06/2005 (PDF - 80Kb)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta