Hoppa yfir valmynd
24. júní 2014 Fundargerðir stjórnarskrárnefndar 2013-2017

11. fundur stjórnarskrárnefndar

 

Dagskrá 

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Útgáfa áfangaskýrslu (1)
  3. Önnur mál

 

Fundargerð

11. fundur – haldinn mánudaginn 16. júní 2014, kl. 9.15, í Safnahúsinu (Þjóðmenningar-húsinu), stofu Jóns Sigurðssonar, Reykjavík.

 

Mættir voru eftirtaldir: Sigurður Líndal, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Jón Kristjánsson, Katrín Jakobsdóttir, Páll Valur Björnsson, Skúli Magnússon, Valgerður Bjarnadóttir og Valgerður Gunnarsdóttir. Birgir Ármannsson hafði boðað forföll.

 

Þá sat fundinn Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur á löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytis og ritari nefndarinnar.

 

1. Fundargerð síðasta fundar

 

Fundargerð 10. fundar, sem haldinn var föstudaginn 6. júní 2014, var send nefndarmönnum með tölvupósti 6. júní. Fundargerðin var samþykkt með stuttri áréttingu undir dagskrárlið 2.

 

2. Útgáfa áfangaskýrslu (1)

 

Haldið var áfram umfjöllun um drög að fyrstu áfangaskýrslu nefndarinnar. Drögin eru dagsett 6.6.2014 og voru send nefndarmönnum með tölvupósti þann dag. 

 

Efni skýrslunnar var tekið til umræðu og ýmsar tillögur gerðar að breytingum. Ritara var falið að uppfæra fyrirliggjandi drög til samræmis við samþykktir fundarins og senda nefndarmönnum að því búnu nýtt heildarskjal.

 

Frestur nefndarmanna til að skila inn bókunum er til og með næstkomandi fimmtudegi, 19. júní.

 

3. Önnur mál

 

Ákveðið var að halda næsta fund þriðjudaginn 24. júní, kl. 9.45. Í kjölfar fundarins, nánar tiltekið kl. 10.30, mun nefndin halda blaðamannafund og kynna fyrstu áfangaskýrslu sína.

 

Drög að bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem lögð voru fram á síðasta fundi, samþykkt með nokkrum breytingum.

 

Stjórnarskrárnefnd hefur borist erindi frá Stöð 2 þar sem farið er fram á aðgang að tilteknum gögnum nefndarinnar. Drög að svarbréfi lögð fram og samþykkt athugasemdalaust. Skjöl þau sem farið er fram á aðgang að eru vinnugögn, til nota fyrir nefndarmenn við undirbúning funda og frágang áfangaskýrslu. Slík gögn eru undanþegin upplýsingarétti skv. 5. tölulið 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 8. gr. og 2. tölulið. 2. mgr. 8. gr. sömu laga. Beiðninni er því hafnað.

 

Í sumar verður gert hlé á reglulegum fundum nefndarinnar. Fyrsti fundur haustsins er áætlaður föstudaginn 5. september og jafnframt gert ráð fyrir að fundað verði annan hvern föstudag fram að jólum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.00.

 

SG skrifaði fundargerð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta