Eiríkur Mörk Valsson - Umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar
Góðan dag
Stjórnarskrá lýðveldisins þarf að breyta, mín skoðun.Fyrsta og nauðsynlegasta breytingin varðar samþykkt (eða höfnun) breytinga.Er eindregið þeirrar skoðunar að almenn atkvæðagreiðsla ("þjóðaratkvæði") skuli fara fram um þær breytingar sem Alþingi kann að samþykkja. Tek ekki afstöðu til þess hvort tvö þing skuli samþykkja breytingar, getur farið saman við almenna atkvæðagreiðslu.
En að hafa aðeins núverandi möguleika er aldeilis ófullnægjandi. Þegar ég kýs til þings vil ég kjósa um hverjum ég treysti best fyrir stjórn landsins næstu ár, en get þá hæglega lent í að kjósa þann sem ekki er sammála mér um breytingar á stjórnarskrá. Við verðum að halda þessu aðskildu.
Kveðja,
Eiríkur Mörk Valsson