Hoppa yfir valmynd
30. september 2014 Athugasemdir og umsagnir um frumvörp stjórnarskrárnefndar 2013-2017

Agnes  Erna Estherardóttir - Umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar

Það er búið að kjósa um tillögur Stjórnlagaráðs gott fólk og vinna ykkar í nefndinni sem er ætlað að breyta orðnum hlut hlýtur að vinna gegn meirihlutavilja þjóðarinnar samkvæmt kosningu sem fór fram 20. október 2012. Þið eruð því ekki í umboði þjóðarinnar og er rétt að þið áttið ykkur á því.Þið eruð þarna vegna þeirra hagsmuna sem ekki vilja nýja stjórnarskrá og því er þessi vinna ykkar gegn vilja þjóðarinnar samkvæmt niðurstöðum fyrrnefndra kosninga.Vera ykkar í nefnd sem ætlar að ganga gegn vilja þjóðarinnar mun um aldur og ævi verða minnst sem hermdarverks gegn lýðræðinu í landinu.

Breytingar á því ferli sem ný stjórnarskrá er í - er í andstöðu við vilja kjósenda og er hreinlega andlýðræðisleg aðgerð og í raun árás á lýðræðið í landinu.

Vinsamlegast sýnið okkur, fólkinu í landinu þá lágmarsvirðingu að hér sé lýðræði ríkjandi sem Lýðveldið Ísland byggir stjórnskipan sína á.

Kveðja,
Agnes Erna Estherardóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta