Hlynur Ólafsson - Umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar
Til stjórnarskrárnefndar Alþingis
Í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012 samþykktu 67% þeirra sem afstöðu tóku að tillaga að nýrri stjórnarskrá, sem Stjórnlagaráð lagði fram, skyldi lögð til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.Ég krefst þess að nefndin geri nú þegar tillögu til Alþingis um að það samþykki það frumvarp til nýrrar stjórnarskrár sem þjóðaratkvæðagreiðslan snerist um, og sem lagt var fram á Alþingi vorið 2013.
Hlynur Ólafsson
Til stjórnarskrárnefndar Alþingis
hvað varðar áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar þá er eiginlega ekki hægt að setja efnislegar athugasemdir fram um hana í ljósi eftirfarandi atriða:
1. Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs sem fór fram þann 20. október 2012. Í henni var yfirgnæfandi samþykkt af hálfu kjósenda að fara ætti eftir tillögum stjórnlagaráðs. Þessari enn einu stjórnarskrárnefnd sem þið sitjið í, ber bæði lýðræðisleg og siðferðisleg skylda til að fara eftir niðurstöðum hennar enda eru kjósendur vinnuveitendur ykkar. Það yrði því vanvirða af ykkar hálfu við vinnuveitendur ykkar að hundsa skýr fyrirmæli þeirra fengnum í lýðræðislegum kosningum og hjákátlegt að fólk eigi að taka þátt í að hafa sig að fífli með því að skila inn athugasemdum um þjóðaratkvæðisgreiðslur inn til stjórnarskrárnefndar sem sett var á stofn til að koma í veg fyrir að farið yrði eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu.
2. Skýrslan sem slík er endurtekning af áður framkvæmdri vinnu sem hefur verið margoft unnin. Sú vinna hefur nú þegar verið notuð til að móta tillögur í formi frumvarps stjórnlagaráðs. Það er því frekar að það þurfi að sníða vankantana af frumvarpi stjórnlagaráðs í stað þess að þæfa vísvitandi málið meira svo hægt sé að ríghalda í gömlu, dönsku bráðabirgðastjórnarskránna sem var skrifuð af dönskum aðli fyrir íslenskan aðal. Þetta yrði því fyrsta, íslenska stjórnarskrárin og betra þá að færa okkur undir Dani aftur sem líklegast myndi kalla fram betri tíð heldur en undir gjörspillitu, íslensku Alþingi.
3. Fram hefur komið af hálfu meðlima stjórnarskrárnefndar og fyrrum formanni að þeir vilji ekki lúta vilja þjóðaratkvæðagreiðslu því það sé þeim á móti skapi heldur eigi að móta breytingar eftir þeirra persónulegu skoðunum. Einnig hefur mátt skilja á fyrrum formanni að starfsmenn íslensku þjóðarinnar á þingi og í ríkisstjórn vilji ekki að ný stjórnarskrá með bættum réttindum þeirra sem veita þeim umboð í kosningum líti dagsins ljós. Það er því algjörlega óásættanlegt að þið sem starfsmenn íslensku þjóðarinnar teljið ykkur hafinn yfir skýran vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október og að móta eigi stjórnarskránna eftir ykkar persónulegu skoðunum og einnig eftir hagsmunum þeirra sem borið hafa fé á fjölmarga þingmenn og flokka í gegnum prófkjör og kosningasjóði. Það ýtir undir það álit fólks að þessari nefnd sé fyrst og fremst ætlað að koma í veg fyrir alvöru stjórnarskrárumbætur og að þæfa eigið málið í hel því það hentar ekki hagsmunum auðugra valdamanna í íslensku samfélagi. Því til viðbótar ber að benda á að slík vinnubrögð grafa undan áliti og trausti á Alþingi sem nýtur lítils trausts enda er það sýnilega lítt gagnlegt og gerspillt færiband fyrir framkvæmdavaldið sem stýrist af hagsmunum fámennra hagsmunasamtökum auðmanna sem ráða meira og minna lagagerð hér á landi.
Af þessum sökum er lítið tilgangslaust að koma með efnislegar athugasemdir við áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar og óskandi að þið legguð frekar spilin á borðið gagnvart umbjóðendum ykkar heldur en að halda áfram þessum þæfingum og leikaraskap á okkar kostnað.
Ef ykkur skyldi svo snúast hugur og og þið færuð að vinna vinnu ykkar í samræmi við vilja kjósenda með því að einblína á að sníða vankanta af stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs þá má búast við að efnislegar athugasemdir sem snúa að stjórnarskrá muni berast inn og traust skapist á störf ykkar og jafnvel Alþingis í kjölfarið.
Þar til verður hvorki hægt að hafa trú né traust á að nefndin vinni störf sín af heiðarleika með lýðræðislegar niðurstöður og hagsmuni íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi.
kveðja,
Hlynur Ólafsson