Hoppa yfir valmynd
01. október 2014 Athugasemdir og umsagnir um frumvörp stjórnarskrárnefndar 2013-2017

Guðrún Dagný Einarsdóttir - Umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar

Góðan dag.
Þjónar það einhverjum tilgangi fyrir almenning að senda ykkur umsagnir? Er einhver vilji til að nota þær?

Það hafa verið gerðar margar skýrslur og margar nefndir verið skipaðar til að vinna að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Nú síðast var haldinn þjóðfundur þar sem fulltrúar almennings voru valdir með slembiúrtaki, okkur almenningi var gefinn kostur á að kjósa fólk til setu í nefnd sem átti að gera drög að nýrri stjórnarskrá með hliðsjón af niðurstöðu þjóðfundarins, öllum skýrslunum sem fyrir lágu og undirbúningsvinnu stjórnlaganefndar. Við, almenningur í landinu, kusum í þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi drög og meirihluti þeirra sem kusu vill að þessi drög verði notuð sem grunnur að endurskoðaðri stjórnarskrá. Það þarf ekki fleiri nefndir eða fleiri tillögur, það þarf að fara að ganga frá stjórnarskrá sem á að fara rétta leið gegn um kerfið.

79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki …1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1)ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.
Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.
L. 56/1991, 27. gr.
80. gr. …
81. gr. Stjórnarskipunarlög þessi öðlast gildi, þegar Alþingi gerir um það ályktun, enda hafi meiri hluti allra kosningarbærra manna í landinu með leynilegri atkvæðagreiðslu samþykkt þau.1)   
1)Sbr. þingsályktun um gildistöku stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33 16. júní 1944, og yfirlýsingu forseta sameinaðs Alþingis um gildistöku stjórnarskrárinnar, nr. 33 17. júní 1944. Sbr. og þingsályktun um niðurfelling dansk-íslenska sambandslagasamningsins frá 1918, nr. 32 16. júní 1944. 

Ákvæði um stundarsakir. 
Er stjórnarskrá þessi hefur öðlast gildi, kýs sameinað Alþingi forseta Íslands fyrsta sinni eftir reglum um kjör forseta sameinaðs Alþingis, og nær kjörtímabil hans til 31. júlí 1945. 
Þeir erlendir ríkisborgarar, sem öðlast hafa kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis eða embættisgengi, áður en stjórnarskipunarlög þessi koma til framkvæmda, skulu halda þeim réttindum. Danskir ríkisborgarar, sem téð réttindi hefðu öðlast samkvæmt 75. gr. stjórnarskrár 18. maí 1920, að óbreyttum lögum, frá gildistökudegi stjórnarskipunarlaga þessara og þar til 6 mánuðum eftir að samningar um rétt danskra ríkisborgara á Íslandi geta hafist, skulu og fá þessi réttindi og halda þeim. 
[Þrátt fyrir ákvæði 6. mgr. 31. gr. nægir samþykki einfalds meiri hluta atkvæða á Alþingi til að breyta lögum um kosningar til Alþingis til samræmis við stjórnarskipunarlög þessi eftir að þau taka gildi. Þegar sú breyting hefur verið gerð fellur ákvæði þetta úr gildi.]1) 
[Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 79. gr. er heimilt, fram til 30. apríl 2017, að breyta stjórnarskránni með eftirfarandi hætti: Samþykki Alþingi frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskrá með minnst 2/3 hlutum greiddra atkvæða skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Til þess að frumvarpið teljist samþykkt þarf það að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þó minnst atkvæði 40 af hundraði allra kosningarbærra manna, og skal það staðfest af forseta lýðveldisins og telst þá gild stjórnarskipunarlög. Í heiti frumvarps til stjórnarskipunarlaga á þessum grundvelli skal koma fram tilvísun til ákvæðis þessa. Um þjóðaratkvæðagreiðsluna fer samkvæmt lögum.]2)   
1)L. 77/1999, 2. gr. 2)L. 91/2013, 1. gr. 

bestu kveðjur
Guðrún Dagný Einarsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta