Hoppa yfir valmynd
01. október 2014 Athugasemdir og umsagnir um frumvörp stjórnarskrárnefndar 2013-2017

Kristín Andrea Þórðardóttir - Umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar

Ágæta stjórnarskrárnefnd,
Á síðasta kjörtímabili var þjóðin öll kölluð að borðinu og eftir þá ágætu vinnu liggur fyrir frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Það frumvarp hefur verið borið undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem stærstur hluti kjósenda lýsti sig fylgjandi því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Það frumvarp var svo fullunnið á vettvangi Alþingis og ekkert eftir að gera nema samþykkja það og lögfesta.
Það er MEÐ ÖLLU óásættanlegt að farið sé aftur á byrjunarreit í þessu máli og vilji kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu sé hafður að engu. Eina leiðin til að bjarga því sem eftir er af virðingu Alþingis og stjórnmálastéttarinnar er að sjá til þess að þjóðin fái sem fyrst þá nýju stjórnarskrá sem kallað hefur verið eftir og að ferlið allt sé í takt við það lýðræði sem á skv. öllu að ríkja í þessu landi.
virðingarfyllst,
Kristín Andrea Þórðardóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta