Hoppa yfir valmynd
04. mars 2016 Athugasemdir og umsagnir um frumvörp stjórnarskrárnefndar 2013-2017

Einar Már Gunnarsson - Náttúruauðlindir

„Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign. Enginn getur fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þau eða veðsetja. Handhafar löggjafarvalds og framkvæmdarvalds fara með forsjá og ráðstöfunarrétt þeirra í umboði þjóðarinnar“

Hér vantar að aldrei megi leigja Kvóta (auðlindina) eða selja hann (hana) og einnig að Bankar veiti ekki lán með veði í Kvóta, eins og hefur tíðkast, einnig ætti að setja í þennan lið að allir megi veiða sem hafa réttindi og skip en samt með ráðgjöf frá ráðherra. Það þarf að taka fast á þessu svo ekki sé verið með orðaleik eins og t.d., að allir megi veiða, sér til matar, en ekki til að selja og vinna við. 

Kveðja, Einar Már Gunnarsson.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta