Hoppa yfir valmynd
04. mars 2016 Athugasemdir og umsagnir um frumvörp stjórnarskrárnefndar 2013-2017

Jón Daði Ólafsson - Ákvæðin þrjú

Athugasemdir við frumvarp um náttúruauðlindir:  

  1. Taka verður fram að „fullt gjald“ komi fyrir afnot af skilgreindum auðlindum þjóðarinnar.
  2. Til vara er hægt að taka fram „fullt markaðsgjald“ fyrir afnotin. 
  3. Í öllu falli er ekki hægt að  setja fram „eðlilegt gjald“.  Af augljósum ásæðum er ómögulegt að skilgreina jafn perónubundið og huglægt mat eins og hvað „eðlilegt gjald“ er.  Á móti mætti segja að jafn erfitt sé að skilgreina hugtakið „fullt gjald“.  Því er besta og í raun eina leiðin að skilgreina „fullt gjald“ sem það sama og markaðsgjald.  Með markaðsgjaldi skilgreinir markaðurinn sjálfur hvert hið rétta gjald er í hvert skipti.  Þá er það hvorki matskennt né huglægt persónumat hvert markaðsverðið er.   

Athugasemdir við frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu: 

  1. Mjög mikilvægt er að sett sé lágmark þeirra sem óska þjóðaratkvæðagreiðslu og lágmarks þeirra sem samþykkja þurfa slíka atkvæðagreiðslu. 
  2. Tel ég að í drögunum megi bæði hækka prósentu-lágmark þeirra sem óska þjóðaratkvæðagreiðslu og lágmark þeirra sem samþykkja slíka atkvæðagreiðslu um 5%.  
Virðingarfyllst, Jón Daði Ólafsson 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta