Hoppa yfir valmynd
07. mars 2016 Athugasemdir og umsagnir um frumvörp stjórnarskrárnefndar 2013-2017

Bjarni Gunnarsson - Kjör forseta Íslands

Ábending vegna fyrirhugaðra breytinga á stjórnarskránni. 

Í 5. gr. stjórnarskrárinnar er fjallað um kjör forseta Íslands og segir þar að sá sem flest atkvæði hljóti sé réttkjörinn forseti Íslands. 

Í umræðunni undanfarið hefur komið fram að þetta kjör sé talið óheppilegt og geti valdið því að forseti verði réttkjörinn með lítinn minnihlutahóp á bak við sig, t.d. með 15 til 25% greiddra atkvæða. 

Undirrtitaður telur að mikil samstaða sé um að breyta 5. gr. á þann hátt að forseti verði kjörinn á annan hátt, t.d. í tvennum kosningum þar sem væri kosið um tvo efstu frambjóðendurna úr fyrri kosningu eða að frambjóðendur væru númeraðir í kosningunni þannig að fram komi að rétt kjörinn forseti hafi meirihluta kjósenda á bak við sig. 

Undirritaður leggur því til að 5. gr. stjórnarskrárinnar verði breytt samhliða þeim breytingum sem nú eru fyrirhugaðar. 

Bjarni Gunnarsson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta