Hoppa yfir valmynd
07. mars 2016 Athugasemdir og umsagnir um frumvörp stjórnarskrárnefndar 2013-2017

Einar Indriðason - Ákvæðin þrjú

Komið þið sæl.  Ég ætla að tjá mig aðeins um frumvarp/frumvörp frá stjórnlaganefnd, skipaða af Sigmundi Davíð.  (Ég býst ekkert frekar við svari, enda mætti flokka þetta sem tuð..., og sennilega verður þessu sópað ósvarað burt af borðinu, sem enn eitt ... eitthvað....)

En, sko.  Þjóðin var spurð þann 20. október 2012 hvort þjóðin vildi að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til sem grunnur að nýrri stjórnarskrá.  Þjóðin samþykkti það með 2/3 greiddra atkvæða.  Það hlýtur að vera krafa þjóðarinnar að embættismenn, alþingismenn, ríkisstjórnin, já, og sjálfur forsetinn, hlusti á það sem þjóðin segir, án undanbragða, upplitunar, útþynningar, orðalagsbreytinga eða neitt annað til að þynna og skemma fyrir.  (Já, ég sagði skemma fyrir.)

Krafan er ljós, þó svo að fjársterkir hagsmunaaðilar vilji halda öðru fram:  Það er ekkert til umræðu að samþykkja eitthvað útvatnað, þegar hægt er að fara alla leið, og klára málið.

Ég vil því að niðurstöður Stjórnlagaráðs verði notaðar óbreyttar, sem tillaga að nýrri stjórnarskrá Íslands.

Með kveðju,
--
Einar Indriðason

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta