Þorvaldur Óttar Guðlaugsson - Ákvæðin þrjú
Reykjavík 8. mars 2016
Ég undirritaður hef eftirfarandi athugasemdir við tillögur stjórnarskrárnefndar forsætisráðherra:
Þessar tillögur virða að vettugi niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 og ganga þannig gegn skýrum vilja meirhluta kjósenda.
Öllum tillögum nefndarinnar ber því að hafna með öllu og fara strax að vilja 73.408 kjósenda (64.2%) um að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá (sjá tilvísun hér neðar).
Annað væri fullkomin vanvirða Alþingis við lýðræðið.
Vinsamlegast staðfestið móttöku athugasemda minna.
Þorvaldur Ó. Guðlaugsson
http://www.kosning.is/thjodaratkvaedagreidslur2012/frettir/nr/7990