Hoppa yfir valmynd
10. mars 2016 Athugasemdir og umsagnir um frumvörp stjórnarskrárnefndar 2013-2017

Baldvin Björgvinsson - Ákvæðin þrjú

Stjórnarskrárnefnd
Forsætisráðuneytinu
Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg
101 Reykjavík

Stjórnmálaályktun Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði.
Ljóst virðist að nýja stjórnarskráin kemst aldrei í gegnum spillt Alþingi. Dögun hvetur til að hafin verði söfnun undirskrifta meðal kosningabærra Íslendinga. Þegar meirihluti hefur undirritað samþykki sitt er ný sjórnarskrá samþykkt af þjóðinni og núverandi í raun úr gildi fallin.

Segja má að ályktun Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði sé studd af orðum Lawrence Lessig, prófessor við lagadeild Harvard-­háskóla í Bandaríkjunum, í grein sem birtist á vefmiðlinum visir.is þann 5. mars 2016 (Sjá hér: http://www.visir.is/hunsar-althingi-fullveldi-islensku-thjodarinnar-/article/2016160309307) en þar segir Lessig meðal annars:

"Ef lýðræði er vald þjóðar, og ef fullveldi lýðræðisþjóðar byggist á vilja þjóðarinnar, þá er þessi aðferð og þessi stjórnarskrá eins gild og ósvikin og stjórnarskrár annarra ríkja heimsins.“

Er þar átt við þá aðferð sem notuð var við gerð þeirrar stjórnarskrár sem varð afurð stjórnlagaráðs.

Einnig segir Lessig: "Þó hefur Alþingi hafnað því að þessi stjórnarskrá skuli öðlast gildi.“

Þessar eru athugasemdir mínar.

Legg ég til að stjórnarskrárnefnd hætti skemmdarverkastarfsemi á stjórnarskrárgerðarferlinu nú þegar og viðurkenni með formlegum hætti þá stjórnarskrá sem þjóðin hefur samið sér og samþykkt með skýrum meirihluta atkvæða.

Baldvin Björgvinsson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta