Hoppa yfir valmynd
10. mars 2016 Athugasemdir og umsagnir um frumvörp stjórnarskrárnefndar 2013-2017

Halldór Zoëga - Ákvæðin þrjú

Almennt séð tel ég að tillögur stjórnarskrárnefndar nú séu verri en tillögur stjórnlagaráðs. Þær ganga skemur, eru að sumu leyti útþynntari og því miður alveg augljóslega sniðnar að hagsmunum ráðandi afla í samfélaginu, bæði pólitískra og peningalegra.

Ég mundi því undir öllum kringumstæðum leggjast eindregið gegn þessum tillögum.

Ég tel hins vegar ekki ástæðu til að rökstyðja það nánar á þessu stigi, vegna þess að ein stór röksemd blasir svo við gegn þessum tillögum.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012 samþykktu tveir þriðju þeirra sem greiddu atkvæði að tillögur stjórnlagaráðs skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár.

Þótt atkvæðagreiðslan hafi verið „ráðgefandi“ tel ég það svo ríka siðferðilega skyldu stjórnvalda að fara eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu - alveg sérstaklega í svo mikilsverðu máli sem snertir sjálf grunnlög íslensku þjóðarinnar - að ég tel í alla staði ótækt að fara nú að taka afstöðu til - og hvað þá samþykkja - stjórnarskrártillögu sem augljóslega gengur gegn vilja þjóðarinnar í þessari atkvæðagreiðslu.

Í niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar fólst auðvitað ekki endilega að samþykkja skyldi tillögur stjórnlagaráðs sem nýja stjórnarskrá upp á hvern punkt og prik. Niðurstaðan kallar hins vegar á að ekki skuli samþykktar nýjar stjórnarskrártillögur sem eru jafn fjarri tillögum stjórnlagaráðs og tillögur ykkar gera ráð fyrir.

Af þeim sökum tel ég að tillögur hinnar núverandi stjórnarskrárnefndar séu að engu hafandi, og það væri í andstöðu við og í raun nánast móðgun við vilja þjóðarinnar og eðlilega stjórnskipan í landinu að svo mikið sem bera þær undir atkvæði.

--

Bestu kveðjur

Halldór

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta