Leo Smári Gunnarsson - Þjóðaratkvæði
Breytingatillögur við þjóðaratkvæðistillöguna
1)
Að lög taki almennt ekki gildi fyrr en að
þeim 4 vikum liðnum, sem þurfa að líða til að fá úr því skorið hvort þjóðin nýti málsskotsrétt sinn og vísi máli í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nema að þjóðin nýti málsskotsrétt sinn og vísi málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að lög taki þá ekki gildi fyrr en að úr því fæst
skorið hvort að þau hafi verið felld eða staðfest í þjóðaratkvæðagreiðslu.
2) Að ákvæði um neyðarlög sé til staðar
svo að stjórnvöld geti brugðist við slíkum aðstæðum eins og stríði, hryðjuverkum,
náttúruhamförum eða efnahagslegum hamförum og Alþingi hafi þá heimild til að
setja neyðarlög sem að taka á slíkum aðstæðum.
Breytingartillaga við 26. gr. stjórnarskrárinnartil samræmingar við þjóðaratkvæðisákvæðið
3) Til samræmingar yrði 26. gr.
breytt þannig að ef forsetinn synjar lögum staðfestingar taki þau ekki gildi
fyrr en að þjóðaratkvæðagreiðslu lokinni og þá að því gefnu að þau standist þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Virðingarfyllst
Leo Smári Gunnarsson