Hoppa yfir valmynd
03. júní 2020 Stjórnarskrárendurskoðun 2018

22. fundur um stjórnarskrármál

22. fundur – haldinn miðvikudaginn 3. júní 2020, kl. 12:00-13:00, í Ráðherrabústaðnum að Tjarnargötu.

Fundargerð

Mætt eru: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra (VG), Bjarni Benediktsson (Sjálfstæðisflokki), Helgi Hrafn Gunnarsson (Pírötum), Logi Einarsson (Samfylkingu), Sigurður Ingi Jóhannsson (Framsóknarflokki), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Viðreisn) og Inga Sæland (Flokki fólksins). Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Miðflokki) boðaði forföll.

Þá situr fundinn Unnur Brá Konráðsdóttir, verkefnisstjóri stjórnarskrárendurskoðunar, og Oddur Þorri Viðarsson, lögfræðingur, sem ritar fundargerð. Gestur fundarins er Skúli Magnússon (2. liður).

  1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar verður send út að nýju fyrir næsta fund með breytingum.

1. Forseti og framkvæmdavald

Forsætisráðherra bað gest fundarins, Skúla Magnússon, um að fjalla um breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu. Alls er um að ræða átta breytingar, sex eru minniháttar og þar af voru fjórar ræddar á síðasta fundi, þ.e. athugasemdir frá Alþingi.

Skúli svaraði spurningum formanna er lutu aðallega að fyrirhuguðum breytingum á 14. gr. stjórnarskrárinnar um ráðherraábyrgð og 20. gr. um flutning embættismanna.

2. Önnur mál

Fleira ekki rætt. Boðað verður til næsta fundar með tölvupósti.

Fundi slitið kl. 13:00.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta