Hoppa yfir valmynd

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Íslands er silfurlitur kross í heiðbláum feldi, með eldrauðum krossi innan í silfurlita krossinum. Armar krossanna skulu ná alveg út í rendur skjaldarins á alla fjóra vegu. Breidd krossmarksins skal vera 2/9 af breidd skjaldarins, en rauði krossinn helmingi mjórri, 1/9 af breidd skjaldarins. Efri reitirnir skulu vera rétthyrndir, jafnhliða ferhyrningar og neðri reitirnir jafnbreiðir efri reitunum, en þriðjungi lengri.

Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir, sem getur í Heimskringlu: Griðungur, hægra megin skjaldarins, bergrisi, vinstra megin, gammur, hægra megin, ofan við griðunginn, og dreki, vinstra megin, ofan við bergrisann.

Skjöldurinn hvílir á stuðlabergshellu.

Nánari upplýsingar um hinar fjórar landvættir má sjá í kafla um sögu Landvættaskjaldarmerkisins

Merki ráðuneyta

Merki ráðuneyta er skjaldarmerkið með heiti viðkomandi ráðuneytis.

Hægt er að sækja merkin þar sem þau eru á nokkrum mismunandi sniðum fyrir prent- og skjámiðla

Notkun skjaldarmerkisins

Skjaldarmerki Íslands er auðkenni stjórnvalda ríkisins. Notkun ríkisskjaldarmerkisins er þeim einum heimil. Leyfi til notkunar á skjaldarmerki Íslands og nánari upplýsingar veitir forsætisráðuneytið, [email protected].

Litir í skjaldarmerkinu

Geti miðlar, svo sem skjámiðlar, ekki sýnt silfur eða gull þá skal krossinn í skildinum vera hvítur.

Hlutföll skjaldarmerkis

Bakgrunnur og nálægð við skjaldarmerkið

Bakgrunnur skjaldarmerkisins skal vera hvítur, þó er heimilt að nota skjaldarmerkið í línuteikningu á lituðum bakgrunni. Hringur afmarkar æskilegan hreinan flöt umhverfis merkið (sjá mynd).

Hlutföll skjaldarmerkisins

Skjaldarmerki Íslands er silfurlitur kross í heiðbláum feldi með eldrauðum krossi innan í silfurlita krossinum. Armar krossanna skulu ná alveg út í rendur skjaldarins á alla fjóra vegu. Breidd krossmarksins skal vera 2/9 af breidd skjaldarins, en rauði krossinn helmingi mjórri, 1/9 af breidd skjaldarins. Efri reitirnir skulu vera rétthyrndir, jafnhliða ferhyrningar og neðri reitirnir jafnbreiðir efri reitunum, en þriðjungi lengri.  (Forsetaúrskurður 17. júní 1944.)

Málsetning skjaldarmerkis - rétt mæling

Rétt mæling skjaldarmerkisins er sýnd á meðfylgjandi mynd.

Lög og stjórnvaldsfyrirmæli

  • Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið 1944 nr. 34 17. júní (sjá greinar 12a, 13 og 14)
  • Forsetaúrskurður um skjaldarmerki Íslands 1944 nr. 35 17. júní
  • Forsetaúrskurður um merki forseta Íslands 1944 nr. 39 8. júlí
  • Síðast uppfært: 29.10.2024
    Var efnið hjálplegt?
    Takk fyrir

    Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

    Af hverju ekki?

    Hafa samband

    Ábending / fyrirspurn
    Ruslvörn
    Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

    Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

    Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta