Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.05. Fjarheilbrigðisþjónusta

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    Helga Harðardóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu
                     [email protected]

Fréttir

27.01.22 Verkefninu er stýrt frá Miðstöð um rafrænar heilbrigðislausnir hjá Embætti landlæknis. Verkefnisstjórar hafa verið ráðnir á heilbrigðisstofnanir landsins til að leiða og efla framþróun á sínu svæði. Framlagið af byggðalið er m.a. ætlað til tækjakaupa og hugbúnaðargerð. Árið 2020 var gerður tveggja ára samningur við Ljósið, sem gengur út á að veita íbúum á landsbyggðinni þjónustu. Samningurinn gildir til ágúst 2022 og nemur 34 m.kr. Haustið 2021 var veittur 3 m.kr. styrkur til átröskunarteymis LSH til að þróa hugbúnað tengt stafrænni matarstuðningsmeðferð og 11,5 m.kr. styrkur til HVEST vegna tækjakaupa tengt fjaraugnlækningum.

08.03.22 Fjaraugnlækningar á Vestfjörðum og efling fjarheilbrigðisþjónustu á Suðurlandi

18.12.20 Verkefninu er stýrt frá Miðstöð um rafrænar heilbrigðislausnir hjá Embætti landlæknis. Verkefnisstjórar hafa verið ráðnir á heilbrigðisstofnunum landsins til að leiða og efla framþróun á sínu svæði. Framlag samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis er fyrst og fremst ætlað til tækjakaupa á landsbyggðinni. Á árinu 2020 gerði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tveggja ára samning við Ljósið, sem gengur út á að auðvelda fólki sem búsett er á landsbyggðinni og hefur fengið krabbamein og aðstandendum þeirra aðgengi að þjónustu Ljóssins. Samningurinn gildir til ágúst 2022 og nemur 34 m.kr.

28.08.20 Samið við Ljósið um þjónustu við fólk á landsbyggðinni

29.11.19 Verkefnið gengur skv. áætlun. Framlag af byggðalið fer fyrst og fremst í tækjakaup á landsbyggðinni.

7.10.19 Landspítali fær styrk til að þróa skilvirkari sérfræðiþjónustu við landsbyggðina

26.06.19 Fjarheilbrigðisþjónusta mikilvæg til að jafna aðgengi landsmanna

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að bæta heilbrigðisþjónstu með því að nýta nýjustu tækni og fjarskipti við framkvæmd þjónustu.

Með innleiðingu fjarheilbrigðisþjónustu verði leitast við að jafna aðgengi almennings að almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, svo sem að læknum, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sálfræðingum og talmeinafræðingum. Jafnframt verði rafræn miðlun heilbrigðisþjónustu nýtt til að auka aðgengi að sérfræðiþekkingu og þar með gagnkvæmri faglegri ráðgjöf, samráði og samstarfi og með þeim hætti verði teymisvinna auðvelduð innan heilbrigðisþjónustunnar. Árangur af verkefninu verði t.d. mældur með fjölda þeirra sem nýta sér sérfræðiþjónustu í gegnum netið.

  • Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneyti.
  • Framkvæmdaraðili: Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Heilbrigðisstofnanir um land allt, landshlutasamtök sveitarfélaga og sveitarfélög.
  • Tímabil: 2018-2024.
  • Tillaga að fjármögnun: 140 millj. kr. úr byggðaáætlun.

Stafrænt Ísland
Líf og heilsa
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta