Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

B.01. Þrífösun rafmagns

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    Erla Sigríður Gestsdóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu
                     [email protected]

Fréttir

27.01.22 Í vinnslu og á áætlun. Árið 2019 kynnti iðnaðarráðherra þriggja ára átak til að hraða þrífösun rafmagns. Skaftárhreppur og Mýrar verða þar í forgangi og hefur þegar verið hafist handa. Átakið hefur beina skírskotun til byggðaáætlunar. Í fjármálaáætlun 2021-2025 er gert ráð fyrir að 500 m.kr. verði varið úr ríkissjóði í að flýta fyrir jarðstrengjavæðingu og þrífösun dreifikerfis raforku. Er það í samræmi við tillögur átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í innviðum sem kynntar voru fyrr á árinu í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið síðasta vetur. Á þessu ári var 100 m.kr. varið úr ríkissjóði í verkefnið og er það hafið. Miðað er við að árið 2022 verði fjárveiting ríkis 200 m.kr. og 100 m.kr. á ári næstu tvö ár á eftir, eða alls 500 m.kr.

18.12.20 Árið 2019 kynnti iðnaðarráðherra þriggja ára átak til að hraða þrífösun rafmagns. Skaftárhreppur og Mýrar verða þar í forgangi og hefur þegar verið hafist handa. Átakið hefur beina skírskotun til byggðaáætlunar. Í fjármálaáætlun 2021-2025 er gert ráð fyrir að 500 m.kr. verði varið úr ríkissjóði í að flýta fyrir jarðstrengjavæðingu og þrífösun dreifikerfis raforku. Er það í samræmi við tillögur átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í innviðum sem kynntar voru fyrr á árinu í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið síðasta vetur. Á þessu ári var 100 m.kr. varið úr ríkissjóði í verkefnið og er það þegar hafið. Miðað er við að árið 2022 verði fjárveiting ríkisins 200 m.kr. og 100 m.kr. á ári næstu tvö ár á eftir, eða samtals 500 m.kr.

13.11.20 Greining á regluverki og fyrirkomulagi er varðar flutning og dreifingu raforku.

02.10.20 Aukin framlög til jöfnunar dreifikostnaðar raforku, þrífösunar og úrbóta á varaafli.

 5.4.19 Skýrsla starfshóps varðandi raforkuflutning í dreifbýli og þrífösun rafmagns

30.01.19 Þrífösun rafmagns verði flýtt – Skaftárhreppur og Mýrar í fyrsta áfanga

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að dreifikerfi rafmagns mæti þörfum heimila og fyrirtækja, með sérstakri áherslu á dreifingu raforku og afhendingaröryggi raforku í dreifbýli. 

Skoðað verði að veita styrki úr Orkusjóði til að greiða hluta af flýtigjaldi sem Rarik tekur fyrir að færa framkvæmdir framar í röðina. Jafnframt verði kannað að veita beina styrki til sveitarfélaga og skoða samlegðaráhrif með lagningu ljósleiðarakerfa. 

  • Ábyrgð: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Orkusjóður. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Orkustofnun, Rarik, Orkubú Vestfjarða og landshlutasamtök sveitarfélaga. 
  • Tímabil: 2019–2024. 
  • Tillaga að fjármögnun: 400 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Auðlindir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta