Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.03. Stuðningur við einstaklinga – námslán

Aðgerðinni er lokið

Tengiliður    Þórarinn V. Sólmundarson, sérfræðingur í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu
                     [email protected]

Fréttir

27.01.22 Ný lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi á árinu 2020. Í þeim er kafli um sértækar aðgerðir sem annars vega heimila tímabundnar ívilnanir við endurgreiðslu námslána til að mæta viðvarandi skorti í ákveðnum starfsstéttum og hins vegar heimild til að veita tímabundna ívilnun við endur-greiðslu námslána hjá lánþegum búsettum á svæðum skilgreindum í samráði við Byggðastofnun, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heimildin er ætluð til þess að gefa ráðherra tækifæri til að bregðast við ástandi þar sem skortur er á menntuðum einstaklingum á ákveðnum svæðum.

18.12.20 Ný lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi á árinu 2020. Í þeim er kafli um sértækar aðgerðir sem annars vega heimila tímabundnar ívilnanir við endurgreiðslu námslána til að mæta viðvarandi skorti í ákveðnum starfsstéttum og hins vegar heimild til að veita tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána hjá lánþegum búsettum á svæðum skilgreindum í samráði við Byggðastofnun, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heimildin er ætluð til þess að gefa ráðherra tækifæri til að bregðast við ástandi þar sem skortur er á menntuðum einstaklingum á ákveðnum svæðum.

29.11.19 Frumvarp um menntasjóð námsmanna hefur verið lagt fram á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á stuðningskerfi ríkisins. Heimild til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána hjá lánþegum búsettum og starfandi á svæðum skilgreindum í samráði við Byggða­stofnun að uppfylltum skilyrðum.

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að nýta námslánakerfið sem hvata fyrir fólk til að setjast að í dreifðum byggðum. 

Verkefnisstjórn um endurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna skoði kosti þess að búa til sérstaka hvata fyrir fólk, í gegnum námslánakerfið, til að setjast að í dreifðum byggðum. Með því verði stuðlað að aukinni sérfræðiþekkingu vítt og breitt um landið, að framhaldsmenntuðu fólki fjölgi í dreifðum byggðum og fjölbreytni aukist. 

  • Ábyrgð: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. 
  • Framkvæmdaraðili: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Lánasjóður íslenskra námsmanna, Byggðastofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga. 
  • Tímabil: 2018–2019. 
  • Tillaga að fjármögnun: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. 

Menntamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta