A.06. Héraðslækningar
Aðgerðin er í vinnslu | |
Tengiliður Helga Harðardóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu
[email protected]
Fréttir
27.01.22 Starfshópur skilaði inn tillögum um áramótin 2019/2020. Unnið er með þær tillögur en vinnan hefur tafist, m.a. vegna Covid. Marklýsing liggur ekki fyrir og óvíst er með framhaldið.
18.12.20 Starfshópur skilaði inn tillögum um áramótin 2019/2020. Unnið er með þær tillögur en vinnan hefur tafist, m.a. vegna Covid-19. Áætlað er að marklýsing liggi fyrir árið 2021.
29.11.19 Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytis hefur skilað inn tillögum til mats- og hæfnisnefndar HRN. Áætlað að marklýsing fyrir sérnám í héraðslækningum liggi fyrir um áramótin 2019/2020. Þegar þeirri vinnu lýkur verður marklýsing birt á vef Embættis landlæknis.
Verkefnið
Verkefnismarkmið: Að fjölga heilsugæslulæknum á landsbyggðinni með því að koma á tveggja ára námi sem býr heilsugæslulækna undir starf í dreifbýli.
Unnið verði að frekari kortlagningu, greiningu og þróun náms sem býr heilsugæslulækna undir starf í dreifbýli. Ráðinn verði kennslustjóri og skipuð kennslunefnd. Stefnt verði að því að bjóða upp á námið eigi síðar en 2020.
- Ábyrgð: Heilbrigðisráðuneytið.
- Framkvæmdaraðili: Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar.
- Dæmi um samstarfsaðila: Mennta- og menningarmálaráðuneyti, heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins, vinnuhópur Félags íslenskra heimilislækna um gerð marklýsingar, mats- og hæfisnefnd um starfsnám til að öðlast almennt lækningaleyfi og um sérnám í læknisfræði og Háskólinn á Akureyri.
- Tímabil: 2019–2020.
- Tillaga að fjármögnun: 2,5 millj. kr. úr byggðaáætlun.