B.18. Atvinnuþátttaka og tekjumunur eftir búsetu
Aðgerðin er í vinnslu | |
Tengiliður Sunna Diðriksdóttir, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu
[email protected]
Fréttir
27.01.22 Úttekt á stöðu og tækifærum kvenna og karla á vinnu-markaði í dreifbýli er unnin af Jafnréttisstofu. Rannsóknin var útfærð með frekari viðtölum sumarið 2021 við yngri aldurshóp kvenna með framhaldsmenntun og frumdrög niðurstaðna kynnt á fundi um jafnréttismál sveitarfélaga í október 2021. Verkefnaáætlun gerði ráð fyrir framkvæmd 2. hluta viðtala í mars/apríl 2020 en Covid tafði þá vinnu og hefur þar með haft áhrif á úrvinnsluna og skrif á lokaskýrslu. Áætluð verklok eru í lok árs 2021.
08.03.21 Jafnréttisstofa vinnur að úttekt á stöðu og tækifærum kvenna á vinnumarkaði utan höfuðborgarsvæðisins. Viðtöl hafa farið fram og er úrvinnsla úr þeim langt komin. Ákveðið var að auðga rannsóknina og framkvæma könnun til viðbótar við viðtöl en spurningalistinn byggir á þeim þemum sem fram komu í viðtölum. Áætluð verklok teygjast því til vors 2021.
Verkefnið
Verkefnismarkmið: Að auka möguleika kvenna til atvinnuþátttöku á landsbyggðinni.
Ráðist verði í að gera úttekt á stöðu og tækifærum kvenna og karla á vinnumarkaði í dreifbýli. Í úttektinni verði skoðað hvernig hægt sé að auka möguleika kvenna á atvinnu sem hæfir háu menntunarstigi þeirra. Einnig verði skoðað hvernig megi draga úr mun á atvinnutekjum karla og kvenna í dreifbýli og jafnvægi í búsetu eftir kyni þannig aukið, þ.e. dregið verði úr kynjahalla þar sem hann er til staðar. Stefnt verði að því að niðurstöður úttektar liggi fyrir í lok árs 2020.
- Ábyrgð: Forsætisráðuneytið
- Framkvæmdaraðili: Jafnréttisstofa.
- Dæmi um samstarfsaðila: Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti, Háskóli Íslands og Hagstofa Íslands.
- Tímabil: 2019–2020.
- Tillaga að fjármögnun: 5 millj. kr. úr byggðaáætlun.