Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.10. Fagmennska á sviði innviða á náttúruverndarsvæðum

Aðgerðinni er lokið

Tengiliður    Magnús Örn Agnesar Sigurðsson, sérfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu
                     [email protected]

Fréttir

27.01.22 Gerðir hafa verið samningar við Landbúnaðarháskóla Ísland og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs um þróun námskeiða og ýmis verkefni sem miða að markmiðum aðgerðarinnar. Unnið hefur verið að aðgerðinni sem hluta af vinnu samstarfshóps um aukna fagþekkingu við uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarminjum. Sem hluti af þessari aðgerð er upp komin vefsíða með aðgengilegum leiðbeiningum um gerð merkinga og gerð náttúrustíga - (godarleidir.is).

18.12.20 Gerðir hafa verið samningar við Landbúnaðarháskóla Ísland og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs um þróun námskeiða og ýmis verkefni sem miða að markmiðum aðgerðarinnar. Unnið hefur verið að aðgerðinni sem hluta af vinnu samstarfshóps um aukna fagþekkingu við uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarminjum.

29.11.19 Markmiðið er að fagþekking við hönnun innviða í náttúrunni efld verði efld þannig að þeir falli sem best að landslagi og stuðli að jákvæðri upplifun.  Landbúnaðar­háskóli Íslands heldur námskeið í öllum landshlutum. Hönnunarmiðstöð í samstarfi við fagaðila mun einnig standa fyrir málfundum í öllum landshlutum um sama efni.

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að efla fagþekkingu þeirra sem vinna að uppbyggingu innviða í náttúrunni.

Gæði uppbyggingar innviða verði aukin, dregið úr hættu á ónauðsynlegu raski og fjármagn nýtt betur með því að auka fagþekkingu á sviði hönnunar innviða í náttúrunni þannig að þeir falli sem best að landslagi og stuðli að jákvæðri upplifun gesta. Stutt verði við verkefni sem samræmast stefnu landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018–2029.

  • Ábyrgð: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti. 
  • Framkvæmdaraðili: Landshlutasamtök sveitarfélaga. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Umhverfisstofnun, Landgræðsla ríkisins, Skógræktin, Þjóðminjasafn Íslands, þjóðgarðar og háskólar. 
  • Tímabil: 2018–2020. 
  • Tillaga að fjármögnun: 15 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Umhverfi og náttúruvernd
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta