Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.11. Heildstæð skólaþjónusta

Aðgerðinni er lokið

Fréttir af aðgerðinni

Haustið 2024  Hér má nálgast þrjár fréttir tengdar aðgerðinni: Frétt um nýja Miðstöð menntunar menntunar og skólaþjónustu, frétt um frumvarp um skólaþjónustu og inngildandi menntun og frétt um svæðisbundin farsældarráð í öllum landshlutum

Janúar 2024  Í menntastefnu til ársins 2030 er kveðið á um uppbyggingu heildstæðrar skólaþjónustu á grundvelli þrepaskipts stuðnings til að tryggja jafnrétti til náms og þjónustu við nemendur óháð búsetu. Framlag byggðaáætlunar er einkum nýtt í víðtækt samstarf um framtíðarfyrirkomulag heildstæðrar skólaþjónustu, standa straum af kostnaði við sérfræðiráðgjöf og viðburða. Frumvarp um heildstæða skólaþjónustu er í smíðum og gert er ráð fyrir að það verði lagt fram á Alþingi 2024 og í undirbúningi er heildstæð nálgun á svæðisbundna þjónustu í öllum landshlutum vegna þjónustu við börn og ungmenni í víðtæku samstarfi ríkis, sveitarfélaga og hagaðila.

6. mars 2023  Fjölsóttur þjóðfundur um framtíð skólaþjónustu

Tengiliður

 Guðni Olgeirsson, mennta- og barnamálaráðuneyti - [email protected]

Aðgerðin
 Markmið: Að heildstæð skólaþjónusta á leik- og grunnskólastigi á landsbyggðinni verði efld og þróuð og samhæfð félags- og heilbrigðisþjónustu.

Stutt lýsing: Heildstæð skólaþjónusta, sem snýst um ráðgjöf, leiðbeiningar og stuðning við starfsemi skóla og starfsfólk, styðji við skólaþróun og starfsþróun kennara, veiti nemendum almennan og sértækan stuðning og foreldrum þeirra leiðbeiningar og ráðgjöf eftir þörfum. Lágmarksviðmið um skólaþjónustu verði skilgreind og því fylgt eftir að þjónustan sé veitt í samræmi við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Heildræn nálgun verði tryggð með því að skóla-, heilbrigðis- og félagsþjónusta verði fléttuð saman með markvissu samstarfi milli mismunandi kerfa og þjónustu og sem bestu aðgengi að þjónustunni óháð landfræðilegri staðsetningu og stærð sveitarfélaga. Hagnýtt verði tækifæri sem felast í auknu samstarfi sveitarfélaga, samnýtingu og samhæfingu sérfræðiþekkingar, m.a. með hjálp stafrænna lausna. Sérstök áhersla verði lögð á að auka stuðning við nemendur með annað tungumál en íslensku og uppbyggingu og þróun samhæfðrar skólaþjónustu á þeim stöðum þar sem þörfin er brýnust.

  • Ábyrgð: Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Framkvæmdaraðili: Rekstraraðilar skóla, landshlutasamtök sveitarfélaga, Menntamálastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Grunnur – félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa
  • Dæmi um samstarfsaðila: Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, háskólar, Fjölmenningarsetur, skólastjórnendur og fyrirtæki í stafrænni þróun tæknilausna á sviði velferðar- og menntamála
  • Tímabil: 2022–2024.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Menntastefna, þingsályktun um barnvænt Ísland.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 4, einkum undirmarkmið 4.1, 4.2, 4.7 og 4.a.
  • Tillaga að fjármögnun: 26 millj. kr. af byggðaáætlun

Menntamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta