Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.10. Áhrif loftslagsbreytinga og sveitarfélög

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Aðgerðin er fullmótuð, búið að skipa framkvæmdateymi og gera samstarfssamning til tveggja ára. Fimm sveitarfélög voru valin til þátttöku (Akureyrarbær, Reykhólahreppur, Fjallabyggð, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Hornafjörður) þar sem mismunandi loftslagsvá er til skoðunar. Verkefnið hefur verið kynnt helstu hag- og samstarfsaðilum (stofnunum, ráðuneytum o.fl.) og myndaður sérfræðingahópur til samráðs. Fjarfundir hafa verið haldnir með fulltrúum allra þátttökusveitarfélaga og vinnustofur haldnar í 3 af 5 þátttökusveitarfélögum þar sem framkvæmd var áhættuskimun í samstarfi við starfmenn sveitarfélagsins, fulltrúum atvinnugreina og annarra hagaðila á svæðinu. Vinnustofur í þeim tveimur þátttökusveitarfélögunum sem eftir eru fara fram í janúar 2024.

16. nóvember 2023  Vel sóttar vinnustofur um áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga á sveitarfélög.

9. október 2023  C.10 Fréttabréf - október 2023.

19. október 2023  Loftslagsþolin sveitarfélög til framtíðar: fyrsta aðlögunaraðgerð íslenskra stjórnvalda.

16. apríl 2023  Innslag um verkefnið í hádegisfréttum RÚV (byrjar á 10.mín).

11. mars 2023  Fimm sveitarfélög taka þátt í verkefni um aðlögun íslenskra sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga.

7. nóvember 2022  Óskað eftir sveitarfélögum til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir.

9. september 2022  Samtalið um aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga er hafið.

Tengiliðir    

Magnús Örn Agnesar Sigurðsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu - [email protected]
Ragnhildur Friðriksdóttir, Byggðastofnun - [email protected] 

Aðgerðin

Markmið: Að heildræn nálgun á aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga verði mótuð.

Stutt lýsing: Stigin verði fyrstu skrefin í mótun heildrænnar nálgunar á aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga í byggðum landsins. Tilviksrannsóknir verði framkvæmdar í litlum hópi ólíkra sveitarfélaga, t.d. hvað varðar fjarlægð frá sjó, þéttbýli, landslag, gróðurlendi og atvinnustarfsemi, með það að markmiði að þróa aðferðafræði sem nýtast muni á seinni stigum sem leiðarvísir fyrir íslensk sveitarfélög til frekari greininga á áhættu, tjónnæmi og aðlögunarþörf, sem og við uppsetningu aðlögunaráætlana. Horft verði til sambærilegra áhættugreininga erlendis frá, sér í lagi þeirra sem sveitarfélög hérlendis hafa tekið þátt í. Niðurstöðurnar verði einnig nýttar í norrænt samstarfsverkefni um aðlögun smærri samfélaga á norðurslóðum.

  • Ábyrgð: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Veðurstofa Íslands, Skipulagsstofnun og Byggðastofnun.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélög, landshlutasamtök, ráðuneyti, stofnanir, háskólar og norræna ráðherranefndin.
  • Tímabil: 2022–2024.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Stefna um aðlögun að loftslagsbreytingum, lands¬skipulagsstefna, aðlögunaráætlun (í vinnslu, mars 2022).
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 13.1–13.3.
  • Tillaga að fjármögnun: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. 

Umhverfi og náttúruvernd
Loftslagsmál
Sveitarfélög
Sveitarstjórnir og byggðamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta