B.06. Staðarval ríkisstarfa
Aðgerðin er í vinnslu | |
---|---|
Fréttir af aðgerðinni
Janúar 2024 Aðgerðin tengist aðgerð B.7 Óstaðbundin störf. Til að styðja við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu skal jafnframt meta með hlutlægum hætti hvort staðsetja megi nýja starfsemi eða breytta starfsemi á vegum ríkisins verði utan höfuðborgarsvæðisins.
Tengiliður
Ásta Bjarnadóttir, forsætisráðuneytinu - [email protected]
Aðgerðin
Markmið: Að dreifing starfa á vegum ríkisins verði jöfnuð og stuðlað að fjölbreyttu atvinnulífi sem víðast um landið.
Stutt lýsing: Þegar ný starfsemi hefst eða breytingar verða á starfsmannahaldi á vegum ríkisins verði metið með hlutlægum hætti hvort staðsetja megi störfin/starfsemina utan höfuðborgarsvæðisins.
- Ábyrgð: Forsætisráðuneytið.
- Framkvæmdaraðili: Forsætisráðuneytið, önnur ráðuneyti og stofnanir þeirra..
- Dæmi um samstarfsaðila: Byggðastofnun.
- Tímabil: 2022–2026.
- Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Stefna í málefnum sveitarfélaga 2019–2033.
- Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 9 og 11, einkum undirmarkmið 9.1, 9.4 og 11.a.
- Tillaga að fjármögnun: Forsætisráðuneyti.