Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.03. Bráðaviðbragð neyðarþjónustu

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Unnin hefur verið greiningarvinna á vegum DMR og HRN sem fólst m.a. í að kortleggja fyrirkomulag og störf vettvangsliða um landið, kanna viðhorf íbúa landsbyggðarinnar til bráðaviðbragðs í sínu nærumhverfi til að átta sig á áherslum til forgangsröðunar. Unnið er að kortlagningu viðbragðs tengt útköllum til að hægt sé að átta sig á hvar eru mögulega eyður í viðbragði, mögulega á svæðum sem eru afskekkt en fjölsótt. Forrituð hefur verið gátt fyrir ytri og innri aðila til að skrá inn upplýsingar um t.d. mikilvæga staði sem þarf að kortleggja. Unnið var með Samsýn og HMS að því að fá nákvæmar upplýsingar og hnitsetningar á mikilvægum stöðum.

13.01.23 39 tillögur viðbragðsteymis að umbótum í bráðaþjónustu á landsvísu

Tengiliðir 

Helga Harðardóttir, heilbrigðisráðuneytinu - [email protected]
Kjartan Jón Bjarnason, dómsmálaráðuneytinu - [email protected] 

Aðgerðin

Markmið: Að neyðarþjónusta verði bætt og öryggi aukið um land allt.
Stutt lýsing: Aðgerðin verði tvíþætt. Annars vegar verði viðbragðstími neyðarþjónustu greindur og staðan kortlögð til að unnt verði að stytta tímann og auka öryggi um land allt. Mæling á viðbragðstíma lögreglu og annarra viðbragðsaðila verði samræmd, greint hvort þjónustu- og öryggisstig sé sambærilegt um allt land og metið hvaða breytinga sé þörf og hvernig bæta megi þjónustu og öryggi. Hins vegar verði nærsamfélagið virkjað til að auka líkur á góðri útkomu í bráðaaðstæðum fyrir bráðaþjónustu og sjúkraflutninga. Stutt verði við umgjörð um samræmda skipulagða þjónustu vettvangsliða um landið, svo sem björgunarsveita, RKÍ og annarra í nærumhverfi, með því að námskeiðum fyrir vettvangsliða verði fjölgað.
  • Ábyrgð: Dómsmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið.
  • Framkvæmdaraðili: Ríkislögreglustjóri, heilbrigðisstofnanir og heilsugæslur
  • Dæmi um samstarfsaðila: Lögreglustjórar, sveitarfélög, slökkvilið, Rauði krossinn á Ís¬landi, björgunarsveitir, félagasamtök, Sjúkraflutningaskólinn og Neyðarlínan. 
  • Tímabil: 2022–2025.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Löggæsluáætlun, aðgerðaáætlun fyrir bráðaþjónustu og sjúkraflutninga.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 1, 3, 11 og 16, einkum undirmarkmið 1.5, 3.6, 11.5, 11.a og 16.6.
  • Tillaga að fjármögnun: 30 millj. kr. af byggðaáætlun.

Menntamál
Vísindi nýsköpun og rannsóknir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta