C.09. Náttúruvernd til eflingar byggðaþróun
Aðgerðin er í vinnslu | |
---|---|
Fréttir af aðgerðinni
Janúar 2024 Tvíþætt aðgerð. Annars vegar er unnið að heimsóknahönnun fyrir friðlandið Andakíl og hins vegar undirbúningi að náttúrurannsóknastöð við Bakkafjörð. Landbúnaðarháskóli Íslands vinnur verkefnið í Andakíl í samstarfi við Umhverfisstofnun, áætluð verklok eru vorið 2024. Verkefnið á Bakkafirði er unnið af Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra í samstarfi við ráðuneytið, áætluð verklok eru í byrjun árs 2024.
20. desember 2022 Samstarf um starfstöð í náttúrurannsóknum á Bakkafirði.
Tengiliður
Steinar Kaldal, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu - [email protected]
Aðgerðin
Markmið: Að þáttur náttúruverndar í byggðaþróun verði efldur.
Stutt lýsing: Greint verði hvernig aukin náttúruvernd geti haft jákvæð áhrif á byggða¬þróun og hvaða tækifæri og ávinningur gæti falist í því innan eins eða fleiri sveitarfélaga. Gerð verði grein fyrir hvernig náttúruverndaráform samræmist stefnu hlutaðeigandi sveitarfélags eða sveitarfélaga og hvernig megi best nýta þau tækifæri sem felast í náttúruvernd, svo sem með uppbyggingu innviða og þjónustu.
- Ábyrgð: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
- Framkvæmdaraðili: Sveitarfélög, landshlutasamtök sveitarfélaga og Umhverfisstofnun.
- Dæmi um samstarfsaðila: Markaðsstofur, Skipulagsstofnun, Byggðastofnun og háskólar.
- Tímabil: 2022–2026.
- Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Náttúruverndaráætlun og verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun), landsskipulagsstefna, landsáætlun um uppbyggingu innviða, lands¬áætlun í skógrækt 2021–2031 (í vinnslu, mars 2022) og landgræðsluáætlun 2021–2031 (í vinnslu, mars 2022).
- Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 6, 11, 13 og 15, einkum undirmarkmið 6.3, 11.3, 11.4, 13.2, 15.1, 15.2, 15.3 og 15.9.
- Tillaga að fjármögnun: 30 millj. kr. úr byggðaáætlun.
Fréttir
27.01.22 UAR hefur gert samninga við fimm landshlutasamtök sveitarfélaga um greiningu tækifæra og áhrifa friðlýstra svæða. Verkefnunum er lokið á Austurlandi, Suðurlandi og Norðurlandi eystra. Gerður hefur verið samningur við Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um greiningu tækifæra við Breiðafjörð og leggur UAR 15 m.kr. til viðbótar í það verkefni.
18.12.20 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gert samninga við þrenn landshlutasamtök sveitarfélaga um greiningu tækifæra og áhrifa friðlýstra svæða. Á Austurlandi og Suðurlandi eru verkefnin komin vel á veg og á Norðurlandi eystra hófst verkefnið árið 2020.
14.05.20 Skoða ávinning af friðlýsingu svæða á Norðurlandi eystra
29.11.19 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gert samninga við tvö landshlutasamtök sveitarfélaga um greiningu tækifæri og áhrifum friðlýstra svæða. Valin hafa verið svæði til að vinna með í þessum landshlutum. Hagfræðistofnun HÍ og Rannsóknamiðstöð HA hafa unnið greiningarvinnu sem nýtist í verkefnum landshlutasamtaka.
17.05.19 Greining tækifæra og ávinnings af friðlýsingu svæða á Suðurlandi
04.04.19 Greining tækifæra og ávinnings af friðlýsingu svæða á Austurlandi