Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.12. Jafnræði til náms

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Sett hafa verið á fót umbótaverkefni sem miða að auknum gæðum náms og bættum stuðningi við börn og ungmenni. Efnt var til átaks sem leitt hefur af sér fjölgun útskrifaðra kennara. Aðgerðir til að auka hæfni kennara fela m.a. í sér birtingu nýs hæfniramma með viðmiðum um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda. MRN fjármagnar Menntafléttuna þar sem m.a. eru í boði rafræn starfsþróunarnámskeið fyrir fagfólk á öllum skólastigum um land allt.

Tengiliður

Guðni Olgeirsson, mennta- og barnamálaráðuneyti - [email protected]

Aðgerðin

Markmið: Að aðgengi verði aukið að kennurum með sérþekkingu í tilteknum fag¬greinum og á tilteknum námssviðum á grunn- og framhaldsskólastigi.

Stutt lýsing: Nemendur hafi aðgengi að sérfræðiþekkingu kennara með sérhæfingu í tilteknum faggreinum eða á tilteknum námssviðum, kennslu og kennsluráðgjöf, m.a. stafrænt, svo að jafnræði þeirra til náms óháð landfræðilegri staðsetningu verði tryggt eins og kostur er. Mönnun í tilteknum faggreinum og á tilteknum námssviðum í grunn- og framhaldsskólum verði kortlögð og þörf fyrir rafræna kennslu og kennsluráðgjöf metin.

  • Ábyrgð: Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Framkvæmdaraðili: Menntamálastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Grunnur – félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa
  • Dæmi um samstarfsaðila: Háskólar, fagfélög skólastjórnenda og kennara og fyrirtæki í stafrænni þróun tæknilausna á sviði velferðar- og menntamála. 
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Menntastefna, þingsályktun um barnvænt Ísland.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 4, einkum undirmarkmið 4.1, 4.3, 4.4, 4.5 og 4.7.
  • Tillaga að fjármögnun: Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sveitarstjórnir og byggðamál
Menntamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta