Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.02. Jöfnun orkukostnaðar

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Framlög á fjárlögum til jöfnunar orkukostnaðar hafa hækkað úr 3.276 m.kr. árið 2018 í 4.784 m.kr. árið 2023. Framlagið árið 2023 skiptist í meginatriðum þannig að 2.321 m.kr. er varið til jöfnunar kostnaðar við dreifingu raforku og 2.373 m.kr. til niðurgreiðslna húshitunar. Kostnaður við hitun íbúðarhúsnæðis hjá þeim sem ekki eiga kost á fullri hitun með jarðvarma er niðurgreiddur að fullu til jafns við kostnað notenda hjá dýrustu jarðvarmaveitunum og styrkjakerfi til kaupa á varmadælum og öðrum orkusparandi tækjabúnaði til húshitunar á rafhituðum svæðum hefur verið einfaldað og bætt.

16.02.23 Framlög af fjárlögum til jöfnunar orkukostnaðar árið 2022 voru 4.535 m.kr. og verða 4.784 m.kr. árið 2023. Í fylgiriti með fjárlögum 2023 er gert ráð fyrir að framlögin verði 4.817 m.kr. árið 2024 og 4.842 m.kr. árið 2025. Samtals eru þetta 18.978 m.kr. árin 2022-2025.

Tengiliður

Hreinn Hrafnkelsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu - [email protected]

Aðgerðin

Markmið: Að orkukostnaður í dreifbýli og þéttbýli verði jafnaður, bæði hvað varðar dreif¬ingu á raforku og húshitunarkostnað.

Stutt lýsing: Þar sem dreifikostnaður raforku er meiri í dreifbýli en þéttbýli og kostnaður við húshitun hærri á stöðum sem ekki búa við möguleika á hitaveitu með jarðvarma verði gripið til jöfnunaraðgerða. Markmið um jöfnun orkukostnaðar á landsvísu sem er einn þáttur í jöfnun búsetuskilyrða og atvinnutækifæra verði tryggð með jöfnunar¬framlagi og niðurgreiðslum úr ríkissjóði. Sérstaklega verði skoðaðar skilgreiningar dreifiveitna í dreif- og þéttbýli og miðað þar við skilgreiningar í aðalskipulagi.

  • Ábyrgð: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Framkvæmdaraðili: Orkustofnun.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Byggðastofnun. 
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Orkustefna.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 7, einkum undirmarkmið 7.1.
  • Tillaga að fjármögnun: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Sveitarstjórnir og byggðamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta