Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.14. Ráðstöfun fjármuna til grunnskóla

Aðgerðinni er lokið

Fréttir af aðgerðinni

2. febrúar 2024  Samantekt um þróun rekstrar grunnskóla frá því að þeir færðust frá ríki til sveitarfélaga árið 1996 til ársins 2022.

Janúar 2024  Samantekt með niðurstöðum umræðu- og kynningarfunda um nýskipan í úthlutun fjármuna til grunnskóla lá fyrir árið 2022. Ráðherra ákvað í byrjun árs 2023 að efna til fundaraðar sem miðar að áframhaldandi vinnu um úthlutun og ráðstöfun fjármagns sem styður betur við stefnumótun og starfshætti sem stuðla að menntun fyrir alla. Haldnir hafa verið 21 fundur í öllum landshlutum. Fundirnir hafa verið vel sóttir og haldnir í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélag Íslands og Grunn, félag stjórnenda á skólaskrifstofum. Þess er vænst að sveitarfélög og grunnskólar nýti efni þeirra til frekari stefnumótunar og að Samband íslenskra sveitarfélaga styðji enn frekar við þá vinnu m.a. í tengslum við menntastefnu til 2030 og samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

28. febrúar 2023  Mennta- og barnamálaráðherra hefur ákveðið í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélag Íslands og Grunn, félag stjórnenda á skólaskrifstofum að efna til fundaraðar í mars til maí 2023 um áframhaldandi vinnu um úthlutun og ráðstöfun fjármagns til grunnskóla svo að það styðji betur við starfshætti sem stuðla að menntun fyrir alla.

9. ágúst 2021  Ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla

Tengiliður    

Guðni Olgeirsson, mennta- og barnamálaráðuneytinu - [email protected]

Aðgerðin

Markmið: Að reglum um úthlutun og ráðstöfun fjármuna verði breytt þannig að horfið verði frá viðbragðsmiðuðum stuðningi og þess í stað lögð áhersla á snemmtækan stuðning og forvarnir.
 
Stutt lýsing: Unnið verði með niðurstöður tilraunaverkefnis mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og tólf sveitarfélaga sem fram fór 2019–2020. Reglur sveitarfélaga um úthlutun og ráðstöfun fjármuna til kennslu og þjónustu í grunnskólum verði endurskoðaðar og þær færðar að þeim viðmiðunum sem Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar hefur lagt til. Sveitarfélög sem tóku þátt í tilraunaverkefninu haldi áfram samstarfi og samstarfið nái jafnframt til sveitarfélaga um land allt.

  • Ábyrgð: Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Framkvæmdaraðili: Rekstraraðilar skóla og fræðslumála, Menntamálastofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga
  • Dæmi um samstarfsaðila: Kennarasamband Íslands, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og Grunnur – félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Menntastefna, þingsályktun um barnvænt Ísland.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 4.
  • Tillaga að fjármögnun: 2 millj. kr. af byggðaáætlun. 

Menntamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta