Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.17. Grænir iðngarðar

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Í undirbúningi er uppbygging Græns iðngarðs á Bakka utan við Húsavík í anda nýsköpunar, loftslagsmála og orkuskipta. Grænn iðngarður er samstarfsnet fyrirtækja á ákveðnu atvinnusvæði þar sem skipst er á orku og hráefnum, þar sem úrgangur og straumar eins fyrirtækis getur nýst sem auðlind annars. Innviðir græns iðngarðs eru skipulagðir með samvinnu í huga er varðar þjónustu og viðskipti fyrirtækjanna innan garðsins. Verkefnisstjóri hóf störf í byrjun árs 2023. Jafnframt er unnið að skilgreiningu á grænum iðngörðum í samstarfi við Íslandsstofu og Græna dregilinn. 

Tengiliður    

Kjartan Ingvarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu - [email protected]

Aðgerðin

Markmið: Að nýta betur tækifæri til uppbyggingar grænnar atvinnustarfsemi sem byggist á svæðisbundnum styrkleikum.

Stutt lýsing: Greint verði hvernig hvetja megi til uppbyggingar grænna iðngarða sem byggjast á hringrásarhugsun, annarrar grænnar atvinnustarfsemi og fjárfestingar í nýsköpun almennt. Greint verði hvaða lágmarksundirbúningsvinnu og innviðauppbyggingu þurfi til svo að ferlið við uppbyggingu slíkrar grænnar atvinnustarfsemi verði sem skilvirkast og hvatt verði til fjárfestingar. Jafnframt verði skoð¬að hvort skýra þurfi regluverk eða eftir atvikum einfalda það.

  • Ábyrgð: Umhverfis-, orku  og loftslagsráðuneytið
  • Framkvæmdaraðili: Landshlutasamtök sveitarfélaga og sveitarfélög
  • Dæmi um samstarfsaðila: Háskóla-, iðnaðar  og nýsköpunarráðuneyti, Landsvirkjun, Nýsköpunarsjóður, Samorka, orkufyrirtæki og háskólar.
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Í átt að hringrásarhagkerfi, Orkustefna fyrir Ísland, aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 13 og fleiri.
  • Tillaga að fjármögnun: 1 millj. kr. af byggðaáætlun.

Atvinnuvegir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta