Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.03. Grænt og snjallt Ísland

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Verkefnistjóri hefur verið ráðinn til Sambands íslenskra sveitarfélaga sem mun í samstarfi við sveitarfélög, landshlutasamtök þeirra og aðra hlutaðeigandi vinna að því afla styrkja í græn og snjöll verkefni. Stefnt er að því að starfið verði sjálfbært eftir tvö ár og fjármagnað með styrkjum.

Febrúar 2023  Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir starf verkefnastjóra í styrkjasókn í þágu íslenskra sveitarfélaga í evrópska sjóði á sviði umhverfis-, loftslags- og stafrænna mála

Tengiliður    

Kjartan Ingvarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu - [email protected] 

Aðgerðin

Markmið: Að nýttar verði snjallar og grænar lausnir til að efla atvinnulíf og samfélag.

Stutt lýsing: Unnið verði í víðtæku samstarfi að framtíðarsýn fyrir Ísland sem einkennist af sjálfbærni, jöfnum tækifærum og samstarfi um verkefni sem nýta snjallar og grænar lausnir til að efla atvinnulíf og samfélag. Skilgreind verði lykilverkefni og grænar fjárfestingar sem nauðsynlegt er að ráðast í til þess að markmiðið um Grænt og snjallt Ísland (GOS) verði að veruleika. Í tengslum við GOS verði sett á fót samstarfsteymi sem m.a. sam¬hæfir sókn í fjármagn, þ.m.t. í ESB-sjóði.

  • Ábyrgð: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Samband íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við teymi sem stofnað verður. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Ráðuneyti, sveitarfélög, landshlutasamtök sveitarfélaga, Ís¬lands¬stofa, Byggðastofnun, Verkefnastofa um stafrænt Ísland og háskólar. 
  • Tímabil: 2022–2026. 
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Aðgerðaáætlun um eflingu stafrænnar þjónustu, fram¬tíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar, stefna í málefnum sveitarfélaga, orku¬stefna, nýsköpunarstefna og klasastefna.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 7, 9, 12 og 13, einkum undirmarkmið 7.2, 7.3, 9.5, 12.2, 12.5, 12.8 og 13.2.
  • Tillaga að fjármögnun: 5 millj. kr. af byggðaáætlun.

Menntamál
Nýsköpun
Umhverfi og náttúruvernd
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta