Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.16 Jafnrétti í sveitarstjórnum

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Í desember 2023 var haldinn fjarfundur með kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum þar sem áhersla var á fræðslu og umræður um mikilvægi fjölbreytileika í stjórnun nærsamfélaga. Á fundinum var kynning frá Árósum um íbúðalýðræði og stefnu þeirra varðandi þátttöku íbúa. Hagstofan fór yfir kosningaþátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum og sveitarstjóri Mýrdalshrepps sagði frá verkefnum tengdum fjölbreytileika hjá sveitarfélaginu. Þá er óformleg könnun á meðal kjörinna fulltrúa af erlendum uppruna hafin. Könnunin er í formi stuttra samtala þar sem markmiðið er að fá betri hugmynd um hvernig hægt er að fá fleiri erlenda íbúa í sveitarstjórnarstarf. 

Tengiliður    

Sunna Diðriksdóttir, forsætisráðuneytinu - [email protected]  

Aðgerðin

Markmið: Að sveitarstjórnir verði efldar og aukin vitund sköpuð um mikilvægi fjölbreyttra sjónarmiða innan þeirra.

 Stutt lýsing: Stuðlað verði að því að sveitarstjórnir endurspegli fjölbreytileika mannlífsins til þess að ákvarðanataka í þágu þjónustu við íbúa sé sem best og í samræmi við áætlanir sveitarfélaga í jafnréttismálum. Unnið verði markvisst að því að viðhalda jöfnu kynjahlutfalli í sveitarstjórnum og fólk með fjölbreyttan bakgrunn, t.d. af erlendum uppruna, verði hvatt til þátttöku í stjórnun nærsamfélagsins. Samhliða verði unnið að því að laga starfsaðstæður í sveitarstjórnum að fjölbreyttum aðstæðum fólks og stutt við möguleika á að samræma starfið fjölskyldu- og einkalífi.

  • Ábyrgð: Forsætisráðuneytið
  • Framkvæmdaraðili: Jafnréttisstofa
  • Dæmi um samstarfsaðila: Sveitarfélög, Fjölmenningarsetur og Samband íslenskra sveitarfélaga.
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Stefna í málefnum sveitarfélaga 2019–2033.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 5, einkum undirmarkmið 5.5.
  • Tillaga að fjármögnun: 3 millj. kr. af byggðaáætlun.

Sveitarstjórnir og byggðamál
Jafnrétti
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum