Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

B.10. Nýting menningarminja

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Árið 2022 hófst vinna við hönnun smáforrits til miðlunar menningar- og búsetulandslagi á Hofstöðum í Mývatnssveit. Niðurstaða greiningarvinnu var að halda ekki áfram með þá vinnu.

Tengiliður    

Dagný Arnarsdóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu - [email protected]

Aðgerðin

Markmið: Að menningarminjar til stuðnings byggðaþróun verði nýttar, einkum á svæðum sem standa höllum fæti í byggðarlegu tilliti.

Stutt lýsing: Leitast verði við að fá heildarsýn yfir minjaarfinn til að greina nýtingarmöguleika og þau sóknartækifæri sem í honum felast. Menningarminjar (fornleifar, mannvirki og hús) verði kortlagðar á tilteknum svæðum og þau gögn notuð sem forsenda fyrir hönnun verkefna. Minjastofnun verði byggðarlögum til aðstoðar við leit að fjármagni fyrir þau verkefni sem sett verða í gang í kjölfarið, svo sem með því að benda á viðeigandi sjóði, styðja umsóknir og veita faglega ráðgjöf.

  • Ábyrgð: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Framkvæmdaraðili: Minjastofnun Íslands
  • Dæmi um samstarfsaðila: Byggðastofnun, Þjóðminjasafn Íslands, landshlutasamtök sveitarfélaga, sveitarfélög, áfangastaðastofur, ferðaþjónustuaðilar og háskólar.
  • Tímabil: 2022–2026.
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Menningarstefna.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 11, einkum undirmarkmið 11.4.
  • Tillaga að fjármögnun: 12,5 millj. kr af byggðaáætlun

Menningarmál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta