Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.15. List fyrir alla

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

Janúar 2024  Öllum grunnskólum landsins standa til boða heimsóknir listamanna úr ólíkum listgreinum, sem 90% skóla nýta. Laun listamanna og uppihald er kostað af verkefninu. Skólaárið 2022–2023 voru 24 verkefni á ferðinni um landið sem ríflega 13 þúsund nemenda nutu og 81 listamaður kom fram. List fyrir alla tekur þátt í margs konar samstarfi við menningarstofnanir á landsvísu svo og erlendu samstarfi til að jafna enn frekar aðgengi barna að menningu og listum, óháð búsetu og efnahag. 

Tengiliður    

Elfa Lilja Gísladóttir, menningar- og viðskiptaráðuneytinu - [email protected] 

Aðgerðin

Markmið: Að öllum árgöngum grunnskóla verði gert kleift að njóta listverkefna á vegum Listar fyrir alla.

Stutt lýsing: Listviðburðir verði valdir og þeim miðlað um land allt og þannig verði jafn¬aður aðgengismunur barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburð¬um óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla verði lögð á menningu fyrir börn og menn¬ingu með börnum. Árangur af aðgerðinni verði m.a. mældur með fjölda skóla sem taka þátt í verkefninu og fjölda árganga skólabarna sem býðst þátttaka.

  • Ábyrgð: Menningar- og viðskiptaráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: List fyrir alla. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Sveitarfélög, menningarfulltrúar og grunnskólar.
  • Tímabil: 2022–2026. 
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Menningarstefna.
  • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 4.
  • Tillaga að fjármögnun: 25 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Menntamál
Menningarmál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta