A.08. Stjórnsýslustöðvar ríkis í héraði
Aðgerðin er í vinnslu | |
---|---|
Fréttir af aðgerðinni
26. febrúar 2024 Stefnumótunar- og greiningarvinna í málefnum sýslumanna.
22. nóvember 2023 Eftirfarandi verkþættir hafa verið í forgangi:
- Greining og samvinna við önnur ráðuneyti um ný verkefni fyrir sýslumenn, s.s. innheimtu meðlaga, umsýslu með nefndarstörfum, skráningar vegna útgáfu rafrænna skilríkja og mótun þjónustumiðstöðva í héraði. Helstu samstarfsaðilar eru IRN, FOR og FJR.
- Samráð við ríkisaðila á höfuðborgarsvæðinu sem heyra undir DMR um greiningu starfa í staðbundin eða óstaðbundin störf og að horft verði til aðgerða B.6., B.7. og A.8. við auglýsingar um laus störf. Starfsstöðvar sýslumanna á landsbyggðinni sérstaklega nefndar sem vænlegur kostur til að hýsa starfsfólk.
- Greining og undirbúningur fyrir gerð þjónustusamninga milli sýslumanna og annarra ríkisaðila og eftir atvikum einkaaðila um betri nýtingu innviða sýslumanna (húsnæðis, mannauðs o.fl.) með það að markmiði að bæta þjónustu við almenning og
- Gagnaöflun og annar undirbúningur fyrir greiningu á rekstri og stjórnsýsluframkvæmd embættanna. Að auki hefur DMR samið við utanaðkomandi sérfræðinga um aðstoð við verkstjórn vegna yfirflutnings nýrra verkefna og undirbúnings að stefnumótun um málefni sýslumanna.
3. apríl 2023 Frétt á vef DMR: Flutningur verkefna til sýslumanns.
Tengiliður
Guðmundur Bjarni Ragnarsson, dómsmálaráðuneytinu - [email protected]
Markmið: Að opinber þjónusta í héraði verði efld, atvinnutækifærum fjölgað og ríkisrekstur bættur.
Stutt lýsing: Starfsemi sýslumannsembætta um land allt og opinber þjónusta í héraði verði efld með betri nýtingu innviða, þ.m.t. stafrænnar tækni, húsnæðis og mannauðs. Árangur af aðgerðinni verði m.a. mældur í fjölda starfa á sýsluskrifstofum og fjölda sérfræðinga þar.
- Ábyrgð: Dómsmálaráðuneytið.
- Framkvæmdaraðili: Dómsmálaráðuneytið og sýslumannaráð.
- Dæmi um samstarfsaðila: Sýslumenn, Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélögin, verkefnastofa um stafrænt Ísland, önnur ráðuneyti og undirstofnanir.
- Tímabil: 2022–2026.
- Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Sýslumenn – Framtíðarsýn; umbætur á þjónustu og rekstri, skýrsla dómsmálaráðuneytisins (mars 2021).
- Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 11, einkum undir¬markmið 11.a og 11.b.
- Tillaga að fjármögnun: 50 m. kr. af byggðaáætlun.