Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

B.11. Flughlið inn í landið

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    Sunna Þórðardóttir, sérfræðingur í menningar- og viðskiptaráðuneytinu
                     [email protected]

Fréttir

27.01.22 Flugþróunarsjóður hefur verið starfræktur síðan 2016. Sjóðurinn styður við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum og stuðlað dreifingu ferðamanna um landið. Fjögur fyrirtæki, auk Áfangastaðastofu Norðurlands og Austurbrúar hafa fengið styrki. Árið 2021 var samstarfsverkefni Íslandsstofu, Isavia, Áfangastaðastofu Norðurlands og Austurbrúar „Nature Direct - Your Gateways to Iceland“ sett á laggirnar. Verkefnið gengur út á að kynna flugvellina, áfangastaði á Norður- og Austurlandi og Flugþróunarsjóð með samræmdum hætti undir sama merki. Alls hefur 273 m.kr verið úthlutað úr sjóðnum.

03.03.22 Flugvellirnir Egilsstöðum og Akureyri styrktir fyrir aukið millilandaflug

18.12.20 Flugþróunarsjóður hefur verið starfræktur síðan 2016. Sjóðurinn styður við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði og stuðla að dreifingu ferðamanna um landið. Fjögur fyrirtæki, auk Markaðsstofu Norður-lands og Austurbrúar, hafa fengið styrki úr sjóðnum, samtals 207 m.kr.

29.11.19 Flugþróunar­sjóður styður við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilanda­flugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði. Frá árinu 2017 hafa þrjú fyrirtæki, auk Markaðs­stofu Norðurlands og Austurbrúar, fengið styrki úr sjóðnum, samtals 158 m.kr.

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að ferðamenn dreifist betur um landið. 

Flugþróunarsjóður styðji við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum. Árangur verði mældur í fjölgun ferðamanna sem koma með flugi/fjölda lendinga. 

  • Ábyrgð: Menningar- og viðskiptaráðuneyti. 
  • Framkvæmdaraðili: Flugþróunarsjóður. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Innviðaráðuneyti, Isavia, landshlutasamtök sveitarfélaga og markaðsstofur. 
  • Tímabil: 2018–2024. 
  • Tillaga að fjármögnun: Flugþróunarsjóður. 

Samgöngur og fjarskipti
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta