A.13. Nærþjónusta við innflytjendur
Aðgerðin er í vinnslu | |
Tengiliður Hrafnhildur Kvaran, sérfræðingur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu
[email protected]
Fréttir
27.01.22 Fjölmenningarsetur framkvæmir. Það sem m.a. hefur verið gert er þróun námskeiðsins Fjölbreytnin auðgar. Haldið var þjálfaranámskeið haustið 2021 fyrir starfsmenn allra fræðslumiðstöðva og fjölmenningarfulltrúa sveitarfélaga. Starfsemi fjölmenningarfulltrúa efld, haldinn starfsdagur og málþing fjölmenningarfulltrúa í annað sinn í september 2021 þar sem m.a. voru kynntar leiðbeiningar um móttöku nýrra íbúa af erlendum uppruna. Aukið samstarf við leiðandi sveitarfélög við kynningu á innleiðingu fjölmenningarstefna og ýmissa verkfæra til að auðvelda aðgengi að upplýsingum sveitarfélaga.
18.12.20 Unnið hefur verið fræðsluefni og þjálfaranámskeið fyrir fræðslumiðstöðvar, starfsemi fjölmenningarfulltrúa sveitarfélaga efld og verið að ljúka við útgáfu móttökuáætlunar fyrir sveitarfélög til að tryggja upplýsingaflæði.
29.11.19 Tengt við aðgerðir A.4 og B.2 í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Framkvæmd í höndum Fjölmenningarseturs.
Verkefnið
Verkefnismarkmið: Að auðvelda aðgengi innflytjenda að opinberri þjónustu.
Undirbúa skal fræðslu og þjálfun sem efli starfsfólk ríkis og sveitarfélaga til að veita sérfræðiaðstoð og stuðning í málefnum innflytjenda. Hugað verði sérstaklega að nýjum innflytjendum að því er varðar upplýsingagjöf um þjónustu og íslenskukennslu í heimabyggð. Fjölmenningarsetur fái það hlutverk á grundvelli fjárframlags að veita sérfræðiaðstoð og stuðning til sveitarfélaga. Gerð verði tilraun með þekkingarbókhald hjá sveitarfélögum með fleiri en 1.000 íbúa þar sem menntun og færni hvers og eins verði kortlögð og greind með tilliti til framtíðarstarfa í sveitarfélaginu. Byrjað verði með tilraunaverkefni hjá fimm sveitarfélögum.
- Ábyrgð: Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
- Framkvæmdaraðili: Fjölmenningarsetrið og símenntunarstöðvar.
- Dæmi um samstarfsaðila: Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélög og Vinnumálastofnun.
- Tímabil: 2018–2021.
- Tillaga að fjármögnun: 20 millj. kr. úr byggðaáætlun.