Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

C.14. Samstarf safna – ábyrgðarsöfn

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    Baldur Þórir Guðmundsson, sérfræðingur í menningar- og viðskiptaráðuneytinu
                     [email protected]

Fréttir

27.01.22 Mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði samning við fjögur landshlutasamtök sveitarfélaga um gerð fýsileikakönnunar á samstarfi og sameiningu safna og hafa þau öll skilað skýrslum. Um var að ræða Vestfirði, Norðurland vestra, Norðurland eystra og Austurland.

18.12.20 Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert samning við þrjú landshlutasamtök sveitarfélaga um fýsileikakönnun á samstarfi og sameiningu safna. Norðurland eystra hefur lokið verkinu og Austurland og Norðurland vestra eru að ljúka við sína vinnu.

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að efla safnastarf í landshlutum. 

Landshlutasamtökum sveitarfélaga verði falið að gera fýsileikakönnun um aukið samstarf eða sameiningu safna á sínu svæði í samstarfi og samráði við höfuðsafn og viðurkennt safn með vísan til 13. gr. safnalaga, nr. 141/2011, auk safnaráðs. Árangur af verkefninu verði mældur í fjölda safna sem hefja samstarf eða sameinast. 

  • Ábyrgð: Menningar- og viðskiptaráðuneyti. 
  • Framkvæmdaraðili: Landshlutasamtök sveitarfélaga. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Safnaráð, Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn. 
  • Tímabil: 2018–2022. 
  • Tillaga að fjármögnun: 22,5 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Menningarmál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta