Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

B.03. Stuðningur við byggingu smávirkjana

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    Erla Sigríður Gestsdóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu
                     [email protected]

Fréttir

27.01.22 Orkustofnun sér um framkvæmdina. M.a. hefur verið kallað eftir hugmyndum að smærri virkjunarkostum í gegnum lands-hlutasamtök sveitarfélaga. Starfshópur skilaði skýrslu með tillögum 2021. Reglugerð er tilbúin til útgáfu sem byggð er á þeim tillögum.

18.12.20 Orkustofnun sér um framkvæmdina. Meðal annars hefur verið kallað eftir hugmyndum að smærri virkjunarkostum í gegnum landshlutasamtök sveitarfélaga. Starfshópur vinnur að greiningu og tillögugerð varðandi bætt rekstrarskilyrði smávirkjana.

29.11.19 Orkustofnun stendur fyrir smávirkjanaverkefni. Meðal annars hefur verið kallað eftir hugmyndum að smærri virkjunarkostum í gegnum landshluta­samtök sveitarfélaga.

17.10.19 Uppbygging smávirkjana á Íslandi - ráðstefna 17. október

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að kanna og styðja möguleika á aukinni raforkuframleiðslu á landsbyggðinni með smávirkjunum og efla þar með orkuöryggi á landsvísu. 

Orkustofnun og sveitarfélög kanni möguleika á staðbundnum lausnum í orkumálum með því að kortleggja mögulega smærri virkjunarkosti á landsbyggðinni (allt að 10 MW). Ráðist verði í uppfærslu á gagnagrunni Orkustofnunar um smærri vatnsaflsvirkjanir og samvinnu við Veðurstofuna um rennslislíkan. Verkefnið feli einnig í sér forhönnun virkjunarkosta og fræðsluátak. Verkefnið verði ekki bundið við vatnsaflsvirkjanir. 

  •  Ábyrgð: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. 
  •  Framkvæmdaraðili: Orkustofnun. 
  •  Dæmi um samstarfsaðila: Landshlutasamtök sveitarfélaga. 
  •  Tímabil: 2018–2022. 
  •  Tillaga að fjármögnun: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. 

Auðlindir
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta